28.9.2013 | 08:29
Að verja auðlindirnar skiftir þig máli.
Aldrei eins og í dag hefur þjóðin verið í eins mikilli hættu að missa sjávarauðlindina úr höndum sér. Fólk sem hefur fengið í skjóli hagsmunagæslu stjórnmálanna að sitja að nýtingu fiskimiðanna varin með múrum EINOKUNAR lætur sér ekki nægja að vera búið að sitja á þessum illa fengnu forréttindum í 30 ár nú skal tryggja sér "eign" á forréttindunum. Eign á stærstu og dýrustu auðlind þjóðarinnar sem er ekki bara undirstaða velferðar á landinu heldur undirstaða bygglaganna sem eru í nálægð miðanna og best búin til að virkja auðlindina í þágu þjóðarinnar allrar.
Eftir hrun hefur komið berlega í ljós hversu "fátæk" þjóðin er án sjávarauðlindarinnar. Eftir hrunið þegar gífurleg óráðsía og skuldasúpa útgerðanna birtist urðu bankarnir að fá "fyrirfram greiddan" arð útgerðanna greiddan til baka svo að gróðinn af gengisfellingunni hvarf inní bankanna og í vasa útgerðarinnar en nýtist þjóðinni ekki í vörn og uppbyggingu þjóðfélagsins.
Því miður ristir spillingin í stjórnmálum svo djúpt á Íslandi að viðleitni okkar fólksins til að reyna að bjarga því sem bjarga varð með því að kalla "nýja" aðila að stjórnarborðinu fór á þver öfugan veg við það sem við þurftum á að halda við þær aðstæður sem blöstu við eftir hrunið. Skilyrðislaus krafa þjóðarinnar um afnám kvótakerfisins eins og sett var með stórum stöfum í stefnu yfirlýsingu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var ekki bara svikin heldur sett af stað fáránlegt ferli ( VG og Árni Páll ) um að framselja "NÝTINGARÉTTINN" á auðlindinni til útgerðarinnar.
Í stað þess að þjóðin næði að refsa spilltum stjórnmálamönnum og hafna þeim í síðust kosningum létu kjánar blekkjast til að kjósa til valda grímulausar gengilbeinur þeirra útgerðamanna sem ætla sér að svíkja nýtingaréttinn út úr þjóðinni.
Hvers vegna erum við heimsk þjóð á hálum ís? Við horfum á heilbrigðiskerfið, okkar dýrustu eign, sem búin er að kosta okkur blóð svita og tár að byggja upp og gera það besta í heimi hrynja vegna græðgi fárra einstaklinga sem við settum í forsæti við matarborð fiskimiðanna? EINOKUNIN sem búin er að vera um fiskveiðar og vinnslu er að eyðileggja allt þjóðfélagið og nú stefnir ríkisstjórnin að því að framselja NÝTINGARÉTTINN til 20 ára eða eilífðar eins og það mun þíða?
Þetta er útgerðin búin að vera að undirbúa með skipulögðum hætti í 20 ár og nú er ryki slegið í augu okkar og verið að reyna að telja okkur trú um að þetta sé nauðsynlegt???? Þetta er ekki nauðsynlegt frekar en kvótakerfið er/var nauðsynlegt! Þetta er bara fáránlegt og þjóðin "við" verðum að vakna og verjast þessari aðför að íslensku þjóðfélagi og afkomu okkar og afkomenda okkar í framtíðinni. Sjávarauðlindin dugar okkur ágætlega til að halda uppi góðum lífsgæðum en alls ekki til að halda hérna hirð manna sem veltast um í frekju og valdagræðgi og gefa skít í allt og alla. Gjaldtaka og skattar á útgerðina geta ekki fært okkur tekjurnar og hagsældina sem við þurfum að fá úr hafinu. Afnám hafta og einokunar og frelsi til veiða á jafnréttis grunni er það sem við þurfum til að landsbyggðin geti aftur orðið undirstaða og sá framfarabroddur sem þarf í íslenskan ´sjávarútveg en er nú að hverfa undir hæl kvótapúkans.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.