25.9.2013 | 09:45
Ástin gegn hatrinu og eyðileggingunni
Ástin og væntumþykjan sem hríslast svo unaðslega um taugastrengi líkamans og hámarkast í ástalotum elskendanna er sannarlega hámakið í sköpunarverki Guðs. Með þessari fullkomnun á sköpunarverkinu lagði Guð grunninn að fjölskyldunni sem sannarlega á að vera undirstaða samfélagsins og stjórna skiptingu auðævanna þar sem hvatning einstaklinganna gengur út á að byggja sér og sínum heimili í samfélagi mannanna. Í samfélagi okkar verða að vera reglur sem tryggja línur réttlætis en hefta ekki eða mismuna einstaklingunum á neinn hátt. Reglur sem koma í veg fyrir að hópar manna sölsi undir sig auðævi og tækifæri sem leynast í samfélaginu og eiga að vera opin vinnufúsum höndum sem vilja og kunna til að tryggja framgang einstaklinganna og heill þjóðar. Tryggja framgang fjölskyldnanna sem verða að fá að þroskast til að geta staðið sem hornsteinar samfélagsins og skapa þann styrk sem þarf til að allir hafi tækifæri til lífs og heilsu.
Rotin stjórnmál, Framsóknarmennska og græðgin hafa eyðilagt þetta á Íslandi. Og það sem verra er allt of margir hafa dregist inní þá eyðileggingu og taka þátt í lyginni og falsinu sem notað er til að halda fólkinu í fanga villusýnar og blekkingar. Bankarnir sem gerðir voru fólkinu ómissannlegir eru notaðir til að stjórna fólkinu í dag og rífa af þeim réttmætar eigur þeirra og svipta það þannig þeim völdum og áhrifum sem einstaklingarnir eiga að hafa í þjóðfélaginu.
Íslenska þjóð við vorum sannarlega svikin og svívirt og létum síðan plata okkur með gylliboðum til að kjósa í stjórn landsins menn sem áttu það eina erindi inná Alþingi að festa í sessi það ranglæti og þá spillingu sem rifið hefur upp með rótum undirstöðu þess góða og réttláta samfélags sem víð byggðum upp á fallega auðuga landinu okkar. Guð varaði okkur við græðginni og benti okkur á að lifa í sveita okkar andliti og tryggja veggi fjölskyldunnar án þess að ásælast eigur annarra og sölsa undir okkur völd og áhrif yfir öðrum. Við þurfum að hreinsa til í musteri stjórnmálanna og ryðja braut réttlætis í atvinnulífi þjóðarinnar til að hér verði aftur búsældarlegt fyrir okkur venjulegt fólk sem þarf ekki að "taka meðborgara okkar í rassgatið" á hverjum degi til að sofa vel á nóttinni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.