18.8.2013 | 12:13
Vinnuframlag, dugnaður og vandvirkni í stað græðgi, yfirgangs og frekju
Baráttan fyrir afnámi kvótakerfisins sem er að eyðileggja þjóðfélagið gengur ekki út á hatur og illgirni heldur afnám HAFTA og EINOKUNAR sem ekki á að þekkjast í nútíma þjóðfélagi.
Að sjálfsögðu á að afnema fiskveiðistjórnkerfi sem aldrei hefði átt að innleiða og búið er að þróa í þá átt að langstærstur hluti arðsins nýtist þjóðinni ekki. Búið er að útfæra umgjörðina í kringum kerfið á þá leið að sem minnst af arðinum rennur um æðar samfélagsins heldur rennur beint inní bankanna sem fitna og í hendur þeirra útgerða sem skuldsett hafa kvótaeign þjóðarinnar í botn.
Það vita allir sem vilja vita að kvótastýring á fiskveiðar getur aldrei skilað hámarks afrakstri hvers stofns við botntroll veiðar eins og við höfum kynnst illþyrmilega síðastliðin 5 ár þegar við höfðum svo sannarlega þörf fyrir þann auka afla sem ekki var tekinn í þorski, karfa, ufsa og síld. Milljarðar forgörðum í þeim eina tilgangi að halda uppi verði á kvóta og passa að skapa ekki offramboð á eign þjóðarinnar.
Kominn er tími til að þjóðin átti sig á því að afnám kvótakerfisins er stærsta hagsmunamál okkar og við verðum að brjóta niður múra EINOKUNAR um verðmæti hafsins til að geta brauðfætt þjóðfélagið og haldið gangandi velferðarkerfi og kaupmætti launa eins og var hér fyrir kvótakerfið.
Ekkert er því til fyrirstöðu að þjóðin knýi fram breytingar á fiskveiðistjórninni og afnemi það óréttlæti sem ríkir í greininni. Með því að taka upp sóknarmark að hætti Matthíasar Bjarnasonar sem var gott og skilvirkt kerfi og setja allan fisk á markað er búið að breyta þjóðfélags gerðinni sem kvótakerfið hefur eyðilagt. Hér mun aftur rísa þjófélag þar sem VINNUFRAMLAG, DUGNAÐUR OG VANDVIRKNI ERU Í FYRIRRÚMI VIÐ SKIPTINGU ARÐSINS AF TEKJUM ÞJÓÐARINNAR EN GRÆÐGIN, YFIRGANGURINN OG FREKJAN VERÐUR AÐ VÍKJA.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt 24.8.2013 kl. 19:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.