Velta sér í milljörðum á meðan Heilbrigðiskerfið hrynur .... allt í boði kjósenda.

Þjóðfélagið er handónýtt og ekki við neinu öðru að búast þegar veiðiheimildirnar eru EINOKAÐAR af fámennisklíku sem tekur hátt kvótaverð fram yfir mikinn afla. Með setu LÍÚ í stjórn Hafró hefur verið komið í veg fyrir að þjóðin nyti þess góðæris sem verið hefur í hafinu síðustu 5 árin og höfum við tapað milljörðum á því.
 
Þar fyrir utan er að koma í ljós að þetta afturhald í afla hefur stór skaðað markaðshlutdeild okkar sérstaklega á þorsk og síldarmörkuðum. þetta er að koma illa í bakið á okkur núna þegar Norðmenn og Rússar eru að margfalda veiði sína á þorski í Barents hafi.
 
Jafnvel þótt okkar litla þjóðfélag sé ríkt af auðlindum miðað við höfðatölu þá höfum ekki efni á að reka hér HIRÐ sem veltir sér upp úr milljörðum sem í skjóli EINOKUNAR rennur beint inní bankanna án þess að koma við í höndum almennings og nýtast í hringrás atvinnulífsins. Þessu verðum við að átta okkur á og skilja að við þessar aðstæður getum við ekki rekið heilbrigðiskerfið sem við byggðum og rákum fyrir kvótakerfið!
 
Með Sóknarmarki og allan fisk á markað munum við stórauka veiðar á þorski, karfa, ufsa og síld og í gegnum markaðina koma fleiri að vinnslunni og peninga flæði um landið allt myndi stóraukast. Þannig fengjum við hagvöxt í þjóðfélaginu sem myndi skila sér inní ríkissjóð. Almenningur verður að fara að þekkja varðhunda útgerðarinnar sem verja kvótastýringu á fiskveiðum með rakalausu kjaftæði.
Afnám kvótans er ekki bara stærsta hagsmuna mál þjóðarinnar heldur orðið lífsspursmál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband