27.7.2013 | 08:09
Fá gúanó prammarnir meiri kvótaúthlutun eða tífaldast aflahlutdeild "gæða" bátanna?
Hugsa sér að verkefni EINOKUNAR útgerðarinnar í sjávarútvegi er orðin svo mikil að ekki er tími til að vinna aflann og gæðafisk dælt í gúanó til að komast í næsta verkefni.
Vitandi vits að þeir ráða öllu í úthlutun aflaheimilda eftir reynslu ætlast þeir til að fá meiri kvóta en skipin (útgerðirnar) sem datt ekki annað í hug en að vinna aflann til manneldis og gera þannig miklu meiri verðmæti úr fiskinum.
Er græðgin og vitleysisgangurinn ekki orðinn nógu mikill í kringum kvótann og fólk sem tekur stundarhagsmuni sína fram yfir hag þjóðarinnar sem enn rambar á barmi gjaldþrots eftir KVÓTAFROÐUHRUNIÐ.
Sameinumst um að afnema kvótann og taka upp siðaðra manna fiskveiðistjórnun sem skilar arðinum af veiðunum strax beint til þjóðarinnar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.