24.7.2013 | 16:04
VAXANDI ATVINNULEYSI OG EKKI MÁ VEIÐA FISKINN !!!! Annað hrun og ekki má veiða fiskinn???
Er þessi andskotans vitleysa ekki genginn nógu langt? Nú þarf að afnema kvótakerfið strax og leyfa fólkinu að veiða og vinna fiskinn.
Það er komið nóg af sleikjuhætti við kvótahirðina. Það er ekki hægt að láta sauðspillta stjórnmálamenn sigla þjóðinni í annað hrun án þess að spyrna við fótum.
Til að bjarga fólkinu frá frekari skaða af hruninu sem FROÐAN sem kvótalánin olli verður að brjóta niður múra EINOKUNAR um sjávarútveginn. Afnema kvótakerfið þegar í stað og taka upp Sóknarmark Matthíasar Bjarnasonar með allan fisk á markað og leyfa fjölgun skipa í 85 skip til að byrja með.
Þetta mun færa þjóðinni þegar í stað meiri afla sem mun skiptast á fleiri hendur um allt land sem mun skapa það flæði fjár sem við þurfum til að hjól atvinnulífsins snúist eðlilega og ríkið geti rekið grunnþjónustuna sem við byggðum upp fyrir daga kvótakerfisins en núna er að hruni komin.
Atvinnuleysið meira nú en í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt 25.7.2013 kl. 01:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.