23.7.2013 | 08:32
RÚSTIR í kjölfar kvótans. Tekjustofnarnir renna annað á meðan Velferðarkerfið hrynur.
Illa er komið fyrir íslenska VELFERÐAKERFINU sem síðasta ríkistjórn þóttist ætla að verja en gerði nákvæmlega ekki það sem þurfti að gera. Að ná aftur tekjustofnum þjóðarinnar úr höndum ræningjanna. Og núna þegar kjánarnir hafa kosið yfir okkur ríkisstjórn LÍÚ á að ganga endanlega frá margra ára þróun á heilbrigðiskerfi og lífeyriskerfi sem kostað hefur okkur skattgreiðendur ofurskatta síðastliðin 50 ár til að verja EINOKUN kvótahirðarinnar.
EINOKUN í sjávarútvegi er sannarlega orsökin fyrir því hvernig komið er fyrir okkur og hvers vegna við náum okkur ekki uppúr hruninu sem veðlaus kvótafroðan olli.
Nú spyr kannski einhver hvað ég sé að fara?
Það er í raun einföld skýring á hvers vegna við náum okkur ekki út úr hruninu eins og við gerðum hér áður fyrr þegar syrti álinn. EINOKUNIN hefur varið útgerðina sem fer sínu fram að vild. Með því að veðsetja kvótann og nota hann sem "eiginfé" hefur útgerðin kaf siglt útgerðinni í skuldum án þess að auka fjárfestingar í greininni heldur sett peningana í óskyldan rekstur og látið eignir félaganna drabbast niður. Þetta var gert með skipulögðum hætti til að búa til "HÓTUN" við stjórnvöld að ef hróflað yrði við kvótanum félli útgerðarhengjan "veð laus" á þjóðina.
Í annan stað hefur fáránleikinn að hafa LÍÚ til að ráða stjórn HAFRÓ valdið því að afkasta geta fisk stofnanna er hundsuð en verð á kvóta látinn ráða aflaúthlutunum. Þetta hefur kostað þjóðina milljarða á milljarða tap ofan í ónýttum afla. Og það sem verra er. Við höfum tapað því verðmætasta sem við áttum frá því fyrir kvótann MARKAÐSHLUTDEILDINNI. Skaðann af þessu ættu allir og þá ekki síst hag- og viðskiptafræðingar að skilja. Ekkert að skýla sér bakvið að ekki hafi mátt veiða meira því það hefur marg komið fram að fiskur sem ekki er veiddur "fer" en geymist ekki.
Með EINOKUNINNI og skuldunum rennur rentan af veiðum og vinnslu ekki lengur um æðar þjóðfélagsins heldur beint inní bankana og kemur þjóðfélaginu ekki að gagni. Ef okkur bæri gæfa til að snúa þessari vitleysu við og taka hér upp siðað fiskveiðistjórnkerfi eins og Sóknarmark Matthíasar Bjarnasonar með allan fisk á markað myndi verða hér alger viðsnúningur í okkar þjóðfélagi. Afli myndi aukast í Þorski, Karfa, Ufsa og Síld, skipum fjölga og nýir aðilar kæmu að vinnslunni. Þetta myndi færi arðinn nær fólkinu og skapa sjávarútveginu sinn fyrri sess í þjóðfélaginu. Hærri laun myndu strax skjóta rótum undir rekstur innlendra fyrirtækja i öllum stærðum, lífeyrissjóðir fengju sín innlegg og það sem kannski er mikilvægast ríkið fengi sína peninga sem þarf til að halda gangandi velferðarkerfinu sem við byggðum upp og rákum án vandræða fyrir kvótakerfið.
Góðu landsmenn látum ekki græðgina sem liggur að baki kvótakerfinu og skemmdunum sem það veldur ráða ferðinni lengur í þessu fallega landi sem okkur var fært. Skúrum burtu skítinn svo afkomendur okkar þurfi ekki að búa við nýlenduofbeldi þegar við föllum frá það yrði okkur til ævarandi skammar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.