Fals, yfirklór og hreinar lygar koma fram í þessari fréttayfirlýsingu

Að sjálfsögðu á að auka aflaheimildir og hefði átt að gera fyrir 5 árum því þá var ekkert verra ástand í hafinu en er núna.

Að kalla þetta "öfundsvert" er mesta fals og lygi sem sést hefur á prenti um fiskveiðistjórnina. Hér hefði verið hægt að bjarga óheyrilegum verðmætum og taka forskot í markaðssetningu ef við hefðum aukið veiðarnar á þorski, karfa, ufsa og síld fyrir 5 árum en það var ekki gert. Markaðshlutdeild hefur hrunið í tíð kvótakerfisins.

LÍÚ stjórnar Hafró. Af hverju var aflinn ekki aukinn 4 síðustu ár þrátt fyrir að sjálfdauður fiskur flyti hér á land og net kæmu upp búkkuð eftir nokkra klukku tíma í sjó? Togara gætu ekki dregið nema nokkrar mínútur í "kökknum" á Vestfjarðamiðum?

Skyldi það hafa haft eitthvað með líf vinstri stjórnarinnar að gera að Hafró lagði ekki til aukinn afla?????

Staðreyndin er að þjóðin hefur tapað tugum milljarða í útflutningsverðmæti á að ekki var aukið við aflann fyrr og handfæraveiðar gefnar frjálsar. Norðmenn hafa núna rúllað upp mörkuðunum og þrefaldað útflutningsverðmæti bara í þorski síðan þeir juku aflann fyrir 2 árum. Við sitjum eftir of sein og með allt á hælunum vegna yfirgangs kvótahirðarinnar sem nú ætlar sér eignarhald í nýtingaréttinum sem má aldrei verða.  

AFNÁM KVÓTAKERFISINS ER STÆRSTA HAGSMUNA OG RÉTTLÆTISMÁL ÍSLENDINGA 


mbl.is „Öfundsvert“ ástand fiskistofna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú er ég alveg sammála þér ég sé afskaplega lítið öfundsvert við það að fiskurinn í sjónum þurfi að éta undan sér svo hann drepist ekki úr hungri.....................

Jóhann Elíasson, 5.7.2013 kl. 14:43

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér innlitið Jóhann satt er það fiskurinn á að finna fyrir sókninni það er ekki endalaus fæða og líka verður að huga að markaðsstarfi það má ekki svelta markaðina eins og við höfum gert og láta svo Norðmenn hirða markaðhlutdeildina fyrir augunum á okkur. Við höfum nú þegar orðið fyrir gífurlegum skaða þótt enginn þori að segja frá því.

Ólafur Örn Jónsson, 5.7.2013 kl. 15:26

3 Smámynd: Snorri Hansson

"Frjálslyndur hægri maður sem berst fyrir réttlæti og mannvirðingu."

Þannig kynnir þú þig !?

En allt sem ég hef lesið eftir þig er níð og svartagallsraus .

Snorri Hansson, 5.7.2013 kl. 23:06

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ef að þú vogar þér að koma inná mitt blogg með svona raus Snorri Hansson þá skaltu benda mér á það níð og galdraraus sem þú nefnir bullukollur. Allar mínar færslur eru rökstuðnar og sannar og hlusta ég ekki á neitt rakalaust bull frá þér hér. 

Ólafur Örn Jónsson, 6.7.2013 kl. 01:19

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Láttu ekki illa við mannbjálfann Ólafur. Hann heldur að svona athugasemdir veki á honum athygli fyrir hollustu við þá sem hafa valdið. Það verður hver að lúta eigin stærðarmörkum.

Reyndar gegnir sama máli um yfirlýsingarnar sem yfirsópari Hafró sendir frá sér.

Hann tekur það "öfundsverðan árangur" þegar hann "leyfir" að veiða helming þess afla sem við veiddum áratugum saman áður en pólitíkusar tóku ákvarðanir um hverjir ættu að fá að lifa sjálfstæðu lífi í þessu landi.

Árni Gunnarsson, 6.7.2013 kl. 08:51

6 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sæll Árni Nei ég læt yfirleitt ekki illa við neinn en þegar menn ætla að fara upphefja sjálfan sem fyrir hirðinni á minn kostnað þá er min þolinmæði á þrotum.

Eg er alltaf til í málefnalega umræðu en hef ekki umburðarlyndi fyrir rakalaust kjaftæði. Ef menn eru búnir að vera sjómenn allt sitt líf þá stoppar ekkert öldurótið í blóðinu. Ekki það að maður reyni ekki að halda sig á sléttum sjó.

Ólafur Örn Jónsson, 7.7.2013 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband