Í hvert skipti sem sjávarútvegsmál koma upp í umræðunni verður þjóðinni ljósari spillingin og sorinn sem á sér stað í kringum greinina og EINOKUNINA sem stjórnmálamenn standa vörð um.
Nú þegar á að borga gjald fyrir að halda á EINOKUN á veiðiréttinum kemur í ljós að margar útgerðir eru hreinlega á hausnum. Ekki vegna auðlindagjalda heldur vegna þess að þær eru illa reknar og þurfa að vinna í arfavitlausu KVÓTA umhverfi.
Það er að koma í ljós að verslun með kvóta er notuð til að svíkja fé út úr ríkinu sem tekur við ógreiddum lánum sem tekin voru til að borga "kvótaeigendum" ekki þjóðinni milljarða fyrir eign þjóðarinnar. Menn eru að labba úr greininni með troðna vasa af kvótagulli sem sem lendir í skuldum þjóðarinnar sem við og afkomendur okkar þurfa að borga. Öll þessi viðskipti gætu farið fram á vegum ríkisins ef hér væri eitthvað réttlæti en nei hér skríður stjórnmálastéttin fyrir kvótahirðinni og við þurfum að borga. Ég og þú.
Tökum gott dæmi um Mónu á Hornafirði sem fékk af einhverjum óskiljanlegum ástæðum afskrifaðar 2,6 milljarða EFTIR HRUN til að eigendurnir gætu borgað sér hundruðir Milljóna í arðgreiðslur.
Elsku besta þjóð þetta er GLÆPUR! Kvótakerfið er GLÆPUR Einokunin er GLÆPUR GEGN OKKUR SEM ÞJÓÐ. Við verðum að afnema þetta við en ekki stjórnmálamenn eins og Árni Páll Árnason sem opinberaði óheiðarleika sinn gagnvart kjósendum í skilmerkilegri ræðu í þinginu í gærkvöldi.
Ræddu í allt kvöld um veiðigjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:14 | Facebook
Athugasemdir
Ólafur Örn. Þetta fisveiðirugl er ein allsherjarflækja, sem enginn virðist skilja almennilega frá öllum hliðum. Það er eins og búið sé að forrita stakar setningar af ólíkum toga í höfuðið á þeim, sem telja sig hafa heildarmynd og vit á þessum málum.
Það er helst að marka skýringar þínar, Kristins Péturssonar, og svo auðvitað Jóns Kristjánssonar fiskifræðings.
Það er að mínu mati mjög flókið að skilja þær skýringar sumra, að það sé svo mikill hagnaður af þessum stórútgerðum, og það notað sem rök fyrir að strandveiðar þeirra smærri eigi ekki rétt á sér. Strandveiðar séu víst að mati þeirra stóru, svo óhagkvæmar!
Ef hagnaður stórútgerðanna er svona miklu meiri og betri en smábáta-standveiðanna, þá hafa þær stóru væntanlega efni á ríflegu veiðigjaldi af öllum hagkvæmni-veiðunum? Ef þeir stóru hafa spilað burt hagnaðinum í óábyrga vitleysu, þá eiga þeir bara að missa sinn rétt til veiða og hætta, eða borga skaðann.
Það er bara einfaldlega rökrétt!
Sumir virðast vilja bæði eiga kökuna og éta hana. Það skortir skilning sumra á því, að það er ekki hægt að gera hvorutveggja.
Þeir stóru geta ekki skorast undan samfélagsábyrgð og réttlátri rökstuddri umræðu. Ég hef ekki kynnt mér hvað felst í þessum undirskriftarlista, og þess vegna ekki skrifað undir hann.
Það verður líklega að vera raunhæft og réttlátt gjald, og ekki einhver vanhugsuð og illa útfærð og illa rökstudd aðgerð.
Mér finnst vanta enn of mikið í heildarmyndina.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.7.2013 kl. 11:08
Þakka þér innlitið Anna. Ég skil vel að þú sér ekki alveg klár á málefnum í íslenskum sjávarútvegi því það er búið að gera í því að gera reglugerðir og aflaúthlutanir þannig að engin skilji neitt nema kvótagreifarnir og lögfræðingar þeirra.
Fyrir daga kvótakerfisins var hér einfallt kerfi sem virkaði vel og enginn kvartaði. Allir gátu fiskað á handfæri og í raun á smærri báta en stærri skip þurftu að taka þátt í sóknarmarki þar sem menn fengu leyfi til að fara á sjó að veiða þorsk eða veiða annan fisk. Stressið var tekið af veiðunum með því að allir þurftu að skila stopp dögum þar sem þeir urðu að gera eitthvað annað en veiða innan lögsögunnar.
Eins og þú segir núna þá vill útgerðin bæði eiga kökuna og éta hana og aðrir vilja bara eiga kökuna en ekki vinna við hana en samt fá skatt af henni. Allt ruglast þetta af því við erum með kvóta kerfi og EINOKUN Yfirgangur útgerðarinnar við að verja EINOKNINA og fá nýtingaréttinn til eilífðar er að eyðileggja allt stjórnmálalíf og efnahag þjóðarinnar. Þessa EINOKUN verður að brjáta niður og ég lít á undirskriftina sem skref í þá átt að þjóðin nái stjórn á nýtingu auðlindarinnar.
Réttast að mínu áliti væri að hér væri Sóknarmark með allan fisk á markað þar sem auðlinda gjald væri tekið á markaði og skiptist þá jafnt á veiðar og vinnslu.
Anna þú átt að taka þátt í undirrituninni. Það er nú þagar komið í ljós í umræðunni að margar útgerðir eru hreint út sagt gerðar út á að ná í afskriftir út á kvótakaup. Fá afskrifaðar kvótaskuldir en hirða kvótann. Eign þjóðarinnar.
Ólafur Örn Jónsson, 4.7.2013 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.