AFNÁM KVÓTAKERFISINS er lausnin á vanda heimilanna.

Milljarða afskriftir og risaskuldir útgerða sýna okkur hversu arfavitlaust og óhagkvæmt þjóðinni kvótakerfið er. Þessar afskriftir eru bara gjaldþrot og ekkert annað.

Þegar litið er til þess að við náum aldrei að hámarka afrakstur botnfiskstofnanna  og töpum þar milljörðum í óveiddum fiski og síðan þess að búið er að láta falla á þjóðina milljarða sem notaðir hafa verið til að "borga" fólk út úr greininni þá ætti þjóðin alvarlega að fara hugsa sinn gang varðandi áframhald kvótakerfisins? 

Við afnám kvótans sem hægt er að framkvæma með einu penna striki og tekur innan við viku. Lægi beint við að taka upp Sóknarmark Matta Bjarna með allan fisk á markað.

Þessi fiskveiðistjórn er slípuð að íslenskri fyrirmynd og ekkert til vandkvæða að taka upp þegar í stað. Með þessari aðferð myndi strax koma í ljós að fiskimiðin eru vannýtt eins og  bent hefur verið á og fólk séð í fréttum að fiskur jafnvel flýtur á land. 

Skipum myndi fjölga eitthvað og nýir aðilar taka við veiðum og koma inní vinnslu í gegnum markaðina. Þetta ásamt auknum alfa myndi stórauka flæði fjár um þjóðfélagið þannig að atvinnuleysi hyrfi og laun hækka. Fyrirtækin í verslun, þjónustu og framleiðslu myndu sjá aukna veltu og fjárhagur ríkissjóður styrkjast verulega. 

Af hverju gerum við þetta ekki? ?  ? Er það af því að hér er mafía sem stendur með skipulögðum hætti gegn því að við getum gert þetta?

Í kjölfar þorskastríðanna þegar við hófum stjórnun veiðanna stóð aldrei til að hér yrði komið á kvótahirð sem EINOKAÐI sjávar auðlindina. Af hverju er það þannig núna? ? ? Er  það af því að hér er mafía sem með skipulögðum hætti kemur í veg fyrir að þjóðin ráði sínum málum í þessu sem öðru? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband