VAKNAÐI við að hér er skoðana kúgun á hæsta stigi.

Það er furðulegt hversu værum svefni þjóðin svaf í DRAUMALANDINU fyrir hrun þar sem allt of margar útgerðir komust upp með að læðast með veggjum og stunda fjárdrátt út á eignir þjóðarinnar. Núna er að koma í ljós að hér hefðu orðið fjölda gjaldþrot þrátt fyrir góðæri til gengis og markaða ef bankarnir hefðu ekki afskrifað kvóta lánin sem mynduðu FROÐUNA. Froðuna sem olli hruninu.

Hvernig gat þetta gerst að flokkur manna óð um bankana eins og þeir ættu þá og tæki sér fé eftir þörfum?Hvernig getur það gerst þrátt fyrir að við vitum að hér gengur eign þjóðarinnar kaupum og sölum og þjóðin verður að borga??? Við borgum afskriftirnar sem leggjast á skuldir ríkissins.

Þetta sögðu Hag-álfarnir okkur ekki? 

Jú ÞÖGGUN! Engum var eirt sem leyfði sér að fjalla um þessa spillingu og óðagræðgi sem átti sér stað. Vaðið var í menn og miðla sem voguðu sér að viðra skoðanir á ófremdar ástandinu, framsalinu, höftum á úthlutun kvóta, risalántökum svo ekki sér talað um brottkastið og framhjá vikt. 

Ofbeldis slóð eftir KR og ÞMB liggur í gegnum íslenskan sjávarútveg síðustu 20 ára og þjóðin kærir sig kollótta þótt þessir menn séu búnir að komast upp með að eyðileggja milljarða útflutnings verðmæti og stór skaða markaðshlutdeild þjóðirnar í þeim eina tilgangi að tryggja EINOKUN sína á kvótanum eign þjóðarinnar.

Þjóðin sjálf þarf að afnema kvótakerfið eins og það leggur sig. Hvernig í hinum vestræna heimi hafa hagsmuna samtök komist upp með annan eins yfirgang og brútal ofbeldi eins og einstaklingar hafa orðið fyrir sem vöruðu við óþverrahættinum í kringum kvótann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Málpípur LÍÚ leggjast að öllu jöfnu lágt í frasaframleiðslunni sem er bæði heimskuleg og villandi. Sbr. þetta rugl: http://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/1302773/

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.7.2013 kl. 12:19

2 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Þetta er svo sorglega satt hjá þér Ólafur. Það er eitthvað skrítið með Íslensku þjóðina. Mynnir stundum á húsbóndahollan hund. Sama hversu oft húsbóndinn sparkar í hann, alltaf er hann jafn trúr og undirgefinn. Íslenska þjóðin lætur fámennar valdaklíkur vaða yfir sig hvað eftir annað, skammast á kaffistofum og á netinu og gera síðan mjög lítið til að stoppa hlutina. Það er þó smá vonarneisti í undirskriftalistunum núna, þar sem fólk sameinar krafta sína með undirskriftum

Jón Páll Haraldsson, 1.7.2013 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband