Lögfræðingar LÍÚ voru áður en sáttanefndin var kölluð saman búnir að benda á að fókusa ætti á NÝTINGARÉTTINN og blöffa lýðinn með að gefa þeim EIGNARHALD á auðlindinni.
Við megum ekki vera svo heimsk að láta plata okkur svona eins og reyndar Samfylkingin gerði og lét draga sig á asna eyrunum í að fara að afsala sér NÝTINGARÉTTINUM á auðlindinni. Nú ætlar ríkisstjórn LÍÚ að nota sér svikaplott þeirra Steingríms og Björns Vals og afhenda útgerðinni NÝTINGARÉTTINN til eilífðar. Takið eftir ekki 20ára heldur til eilífðar hér er ekki verðið að tala um neitt annað.
NÝTINGARÉTTURINN OG EIGNARHALDIÐ er nákvæmlega það sama og má ekki framselja til lengri tíma en eitt ár í senn. Útgerðin á ekki neina kröfu á þjóðina umfram önnur fyrirtæki í landinu að krefjast meiri "rekstraröryggis".
"Rekstraröryggi" í fiskveiðum byggist á fiskgengd, markaðsaðstæðum og kunnáttu. Ríkisstjórnin á ekkert með að vera með puttana í að veita útgerðinni EINOKUNAR AÐSTÖÐU undir því yfirskyni að skapa "rekstraröryggi".
Tökum útgerðina og það rekstaröryggi sem þeir hafa skaffað sjómönnum síðan þetta kvótakerfi var tekið upp. Rekstraröryggi sjómanna byggist á því að þeir eru örugglega reknir ef þeir nefna kvótann og eyðileggingu hans á nafn. Á að fara verðlauna svona hegðun gagnvart fólki?
Réttast er að afnema kvótann í hvelli áður en framkvæmd hans veldur meiri eyðileggingu á íslensku efnahagslífi, sjávarútvegi og markaðstækifærum okkar um allan heim. Það tekur eitt pennastrik að afnema kvótann og kostar ekki krónu. Látið engan segja ykkur neitt annað.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.