13.6.2013 | 13:17
AFNEMA ÞETTA AND***TANS KVÓTAKERFI UNDIREINS. Nógur er skaðinn á markaðshludeildinni nú þegar.
Bara á síðustu 5 árum erum við búin að tapa milljörðum á töpuðum útflutningi á fiski sem nú er að koma í ljós að líka er að skaða stórlega markaðshlutdeild okkar á stórmörkuðum frá því fyrir kvótakerfið en eru núna nánast eða alveg tapaðir.
Með því að auka veiðar á þorski fyrir fimm árum þegar ljóst var að vel áraði í hafinu og fjöldi manna "sérfræðinga" og annarra þrýsti á að hér yrðu veiðar stór auknar, hefðum við getað tekið stórt skref í að endurheimta aftur okkar fyrri markaðshlutdeild og festa okkur í sessi á mikilvægum mörkuðum.
En nei ekki mátti auka við aflaheimildir vegna kvótaveðanna og vinstristjórnarinnar sem átti að lama. Í staðinn sitjum við eftir með sárt ennið þegar Norðmenn og Rússar kasta HAFTA stefnu í fiskveiðum fyrir róða og stór auka veiðar á þorski í Barentshafi. Norðmenn eru síðustu tvö ár búnir að græða tugi milljarða á því að auka veiðarnar og ná algeru forskoti á hefðbundnum Þorsk mörkuðum.
Hvað á lengi að hundsa skynsamleg rök sem öll ganga út á eyðileggingu HAFTASTEFNUNNAR í sjávarútvegi?
Hversu lengi látum við sem þjóð eyðileggingu fáránlegrar fiskveiðistjórnunnar rýra kjör okkar og eyðileggja eðlilegt flæði fjár um þjóðfélagið?
Útgerðarmenn vonsviknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Athugasemdir
Til stuðnings hugmyndinni um stórauknar veiðar á þorski og fleiri fiskstofnum hér við land má bæta hér við að Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur fyrir löngu síðan hikstalaust mælt með nánast tvöföldun á þorskkvótanum og mikilli aukningu á ýsuveiðinni líka.
Kristinn Snævar Jónsson, 13.6.2013 kl. 16:35
Þakka þér innlitið Kristinn.
Já Jón hefur ásamt okkur fleirum séð að ekki er hægt að geyma fisk í sjó. Fæðuskortur verður til þess að fiskurinn byrjar að aféta sig og leitar svo annað eða stofninn hreinlega hrynur.
Vegna vanveiði er þjóðin búin að tapa milljörðum í útflutningsverðmæti og núna er að koma í ljós að við erum búin að tapa markaðshlutdeild sem við höfðum áður en við hófum að stjórna veiðunum með kvótastýringu.
Ólafur Örn Jónsson, 14.6.2013 kl. 17:00
Já, þessi sannindi um fæðuframboð sem eins megináhrifavalds um viðgang fiskistofna er atriði sem Hafró af einhverjum ástæðum fæst ekki til að ræða um opinskátt í tengslum við fiskveiðistefnu á Íslandi - þrátt fyrir góð fiskifræðileg rök sem málsmetandi menn eins og Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur sett fram t.d. á bloggsíðu sinni. Þetta verður að breytast.
Kristinn Snævar Jónsson, 16.6.2013 kl. 12:59
Sammála Kristinn en þarna stendur LÍÚ og því stór hópur pólitíkusa vörð um kvótakerfið og EINOKUN á nýtingu svo ekki fæst umræða um málið. Kvótahirðin situr í stjórn Hafró eins viturlegt og það er og á meðan gengur úthlutun aflaheimilda eingöngu út á kvótaverð. Áststand fiskstofna og sjávar fá þar engu um ráðið.
Ólafur Örn Jónsson, 17.6.2013 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.