"Að kjósa sér hlutskipti". Skoðana ofbeldi Eimreiðarinnar útskýrt af Birni Bjarnasyni.

Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra lýsir skoðun sinni á uppljóstrurum sem vara við afleiðingum vondrar stjórnsýslu. Um Edward Snowden segir hann að "hann kaus sér sjálfur hlutskipti og býr við það". 

Hér opnast enn einn glugginn inn í skoðana heim EIMREIÐARINNAR illræmdu sem tróðst til valda í Sjálfstæðisflokknum með þessum hætti "þeir sem ekki eru sammála okkur verða eyðilagðir". Ef ekki er annað þá hætta þeir að borða "Gunnar á brauð".

 Undirritaður benti á hættuna af kvótaveðunum (orskavaldur hrunsins) í blaðagrein 1995 og varð þar með að sætta mig við hlutskipti mitt. Að vera rekinn af skipi mínu ásamt allri áhöfn og síðan að vera hótað brottrekstri úr góðri vinnu ef ég hefði uppi skoðanir á kvótakerfinu á opinberum vettvangi eða tæki þátt í stjórmála starfi.  

Ég hef nú verið hundeltur af þessu fólki í 16 ár og þurft að þola afkomu ofbeldi af verstu gerð af því ég kaus mér það hlutskipti.

Eigum við ekki að fara að losa okkur við áhrif þessara manna á þjóðfélagið? Eigum við ekki að fara stoppa óða grægina sem stjórnar yfirgangi útgeðarinnar? Hvernig þjóðfélag viljum við eiginlega? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður hafa margir þurft að gjalda fyrir skoðanir sínar sem reynst hafa réttar.

Nú stendur yfir dálítil sýning í Landsbókasafni um einn slíkan mann, Eirík Magnússon bókavörð í Cambridge. Hann hafði skoðun á stofnun Landsbankans 1886 og taldi seðlaútgáfuna þvílíka að hvergi innan breska heimsveldisins myndi engum heilvita manni láta sér detta í hug að stofna banka eins og Íslendingar. Við höfum setið uppi með handónýtan gjaldmiðil síðan, að vísu naut hann verndar dönsku krónunnar til 1922. Síðan hefur íslenska krónan verið á fallandi fæti í stað gullfæti.

Hvet þig að skoða þessa sýningu en vikið er að „Bankamálinu“ sem varð til þess að íslensk yfirvöld litu á Eirík sem n.k. „þjóðníðings“.

Góðar stundir! 

Guðjón Sigþór Jensson, 13.6.2013 kl. 18:30

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér Guðjón. Ég vona að ég hafi tækifæri þegar ég kem heim til að skoða sýninguna og kynna mér þetta.

Hvað varðar skoðanir þá finnst mér ekki skipta hvort þær eru "réttar" eða "rangar" allir eiga að geta tjáð sig án þess að eiga von á ofbeldi.

Að lýsa því yfir og styðja að menn kalli yfir sig "réttlætanlegt ofbeldi" ef þeir segja skoðanir sínar á þessu eða hinu á náttúrulega ekki að eiga sér stað.

Ólafur Örn Jónsson, 14.6.2013 kl. 14:30

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skoðanafrelsið á að vera algert. Mér er alltaf minnisstæð viðhorf franska rithöfundarins Voltairs sem lenti í deilu við frú eina í Frakklandi og sagði eitthvað á þessa leið: Eg virði rétt þinn að tjá skoðanir þínar þó eg sé á móti þeim. Er eg þó tilbúinn að leggja líf mitt að veði til að berjast fyrir rétti þínum að setja fram skoðanir þínar þó eg fyrirlít þær.

Varla verður drengilegar mælt.

Guðjón Sigþór Jensson, 16.6.2013 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband