31.5.2013 | 16:22
Valdhrokinn í kringum Flugvöllinn, umræðan er algjörlega galin.
Maður er eiginlega kjaft stopp gagnvart þeim valdhroka sem kemur fram í umræðunni um Flugvöllinn og byggingu nýs flugvallar. Það er ekki bara lítilsvirðingin gagnvart landsbyggðinni heldur er hér um skattpeninga Borgarbúa og landsins alls að ræða. Og að ætla að fara að fækka brautum og fíflast með rándýran ljósabúnað í þeim eina tilgangi að þyrla upp moldviðri í kringum útivistarsvæði á bara ekki að vera inní myndinni að mínum dómi.
Eftir alla þá umræðu sem búin er að fara fram um þann valdhroka sem varð til þess að við misstum að mestu tekjurnar af fiskveiðunum og síðan olli hruninu skilur maður hreint ekki hvað vakir fyrir þeim sem fara gegn vilja bæði bæjarbúa og landsbyggðafólks?
Á flugvellinum er sennilega ein mesta veðursæld í nágreni eða í Reykjavík sem gerir flugið öruggar en annars staðar. Frábær staðsetning í nálægt miðborgarinnar og stjórnsýslunnar svo ekki sé talað um þægindin fyrir ferðamenn að geta jafnvel labbað eða hjólað niður á flugvöll ef því er að skipta.
Nóg annað er við skattpeningana okkar að gera en að leika sér að því að farga flugvöllum og byggja nýja og ef þessu fólki finnst að við séum of vel sett fjárhagslega er hægt að lækka gjöldin á íbúana. Það myndi fá betri hljómgrunn en þessi skrattagangur með flugvöll allra landsmanna.
SAF mótmæla flutningi flugvallar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Tek undir hver orð í þessari færslu.
Ómar Bjarki Smárason, 31.5.2013 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.