28.5.2013 | 15:27
Að sjálfsögðu verður Flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinn og samgöngur skipulagðar í kringum hann þar
Hvaða æðibunugangur er þetta með Innanlands flugvöllinn. Er hann ekki bara fínn þar sem hann er? Kostar lítið og minna en ef fara ætti í annan flugvöll. Hann er miðsvæðis án þess að skapa hættu. Og það er viss þjónusta og umhyggja okkar Reykvíkinga að hafa völlinn nálægt miðborginni svo landsbyggðarmenn geti stokkið uppí ódýran taxa inní miðborgina eða til næstu hótela.
Það er eins og pólitíkusar og borgarstarfsmenn haldi að það séu til nógir peningar? Ef það er of mikið af peningum hjá borginni þá á að lækka skattana sem því nemur. Ekki ausa þeim í einhverjar hugrenningar.
En mér sýnist borgin hafa nóg af mikilvægum verkefnum til að taka á svo ekki sé verið að eyða orku í að byggja nýjan flugvöll.
Verði farinn eftir tíu ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:11 | Facebook
Athugasemdir
Óli. Afhverju er ekki byggður upp nýr miðbær uppí höfða fyrir stjórnsýslu og þjónustu. Hátæknisjúkrahús yrði þar einnig. Skrifstofuhúsnæði í miðborginni sem losnar við þetta gæti nýtst undir húsnæði. Höfðinn er miðsvæðis og allar stofnæðar umferðar liggja þar framhjá.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 31.5.2013 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.