Nú ert þú DÓMARINN Já þú og enginn annar

Við höfum beðið og beðið eftir að menn væru dregnir fram og gerðir ábyrgir. Ábyrgir á að hafa bundist böndum um að ræna þjóðinni auðævum sínum. Við sáum stjórnmálamenn bindast bankastjórum ríkisbanka til að plotta rán útgerðafélaga út á eign þjóðarinnar. Við sáum útgerðir labba með milljarða á milljarða ofan út úr bönkunum sem bólgnuðu út eins og útgerðirnar sem reru á bankana með svikum. Síðar kom sala ríkisbankanna þar sem bankar voru seldir vildarvinum og aldrei greiddir og enn óx bólgan í hagkerfinu sem sprakk síðan í andlitið á okkur og þá þykist enginn bera ábyrgð og við bara göpum og skiljum ekki neitt í neinu. 

Við rerum lífróður við að halda okkur og fjölskyldum okkar á floti en bankar, útgerðir og Elítan græddi sem aldrei fyrr á röngu handstýrðu gengi svo hægt væri að lækka ofurskuldir útgerðarinnar ekki til að hjálpa þjóðinni. Afskriftir risa lána trekk í trekk og við sáum engann sýna ábirgð. Allt ólöglegt og beint gegn einstaklingunum. Við bara borguðum og borðuðum og gerð eignarlaus. Enginn ábyrgur. Meira segja Nóna (Skinney Þinganes) HA stal 2,6 milljörðum eftir hrunið fyrir allra augum og enginn sagði neitt!!!  

En kjósandi góður á laugardaginn vill svo til að þú situr í dómarasæti yfir þessum rubbungs lýð. Framsóknar-plebbunum, kvótahirðinni og Eimreiðingum sem fóru fyrir þessum  aðförum og létu ekki segjast vegna GRÆÐGI. Ætlar þú að kjósa frambjóðendur þessara manna á þing og verðlauna þá þar með svo þeir geti haldið áfram fyrri hegðun? 

Ég sagði nei og kaus nýtt framboð Dögun. Nýju framboðin eru mönnuð heiðarlegu fólki. Notaður atkvæði þitt til að dæma þá sem báru ábyrgð á óförum þjóðarinnar. Nýtt Ísland er í þinum höndum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Óli er þetta ekki stefnan sem þú aðhyllist, frekar en stefna Dögunar?

Ný stefna í fiskveiðistjórnun 

Í hnotskurn:

  • Hámarka þjóðhagslegan virðisauka af auðlindinni.

  • Sem minnst opinber afskipti af greininni.

  • Handfæraveiðar frjálsar á leyfilegum veiðitíma.

  • Veiðidagakerfi á botnfiskveiðum, óháð tegundum og magni.

  • Aflamarkskerfi á uppsjávarveiðum.

  • Veiðileyfi skilist inn ef útgerð hættir.

  • Framsal og veðsetningar óheimilar.

  • Öllum afla landað að viðlögðum leyfismissi.

  • Sölu og gæðamál í fyrirrúmi.

  • Veiðigjald fært til fyrra horfs.


Hallgrímur Hrafn Gíslason, 21.4.2013 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband