Eimreiðin vs Framsóknarflokkurinn. Þetta var allt misskilningur!

Nú þegar Formaður Sjálfstæðisflokksins var þvingaður til að svipta hulunni af launráðum Eimreiðarmanna rann upp fyrir okkur ljós.

Eimreiðarmenn voru og eru FRAMSÓKNARMENN og hefðu aldrei átt að ná völdum í Sjálfstæðisflokki og áttu þangað ekkert erindi annað en að skemma flokkinn.

Ég veit ekki hvort það var útaf mikilli pólitík í fjölskyldunni eða skapgerð minni en ég var snemma mjög pólitískur og tók afstöðu í málum sem snertu hag borgarinnar og þjóðarinnar allrar. Ég hataði tvískinnung, fals og óheiðarleika. Ég hafði ekki mikla virðingu fyrir Framsóknarmönnum á þessum árum þar sem spillingin og einokun virtust stjórna öllu þeirra gerðum. Jú ég studdi Sjálfstæðisflokkinn og sá fyrir mér frelsi einstaklingsins i stafni velferðar á landinu. Ég kaus manninn sem sagði í tilfellis ræðu okkar ár konunnar ár umferðarinnar ár kattarins en hvenær kemur ár okkar. En mikil voru vonbrigðin þegar ég varð að standa hjá og horfa á Borgarstjóra Reykjavíkur hysja buxurnar upp um Ísbjarnar strákanna sem allir vissu að voru á hausnum og sameina þetta gjaldþrota fyrirtæki við glæsilegt fyrirtæki borgarinnar sem var í mikilli uppsveiflu Bæjarútgerð Reykjavíkur til síðan að minnka hag borgarinnar af sölunni en bjarga velferð þeirra vinanna.

Þarna sá ég að kominn var Framsóknarmaður í Borgarstjóra stólinn og síðan þurfti enginn að efast árið 1992 þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta kosningasigur undir kjörorðinu "MOKA FRAMSÓKNARFLÓRINN". Þarna eygðum við Sjálfstæðismenn að afnumið yrði arfavitlaust stjórnkerfi fiskveiða sem skaðaði þjóðina og sjávarútveg gífurlega. En hvað skeði?

Formaður Sjálfstæðisflokksins rauk beint í að mynda stjórn spillingar stjórn með Framsóknarmönnum og upp í fang hans stukku engir aðrir en Kristján Ragnarsson LÍÚ og Þorstein Már Baldvinsson. Saman ásamt formanni Framsóknarflokksins suðu þessir kónar mesta spillingar kokteil sem soðin hefur verið á Íslandi þar sem bankarnir voru látnir taka eign þjóðarinnar fiskinn í sjónum sem eigið fé útgerða með þeim afleiðingum að skuldir útgerðar þrefölduðust án þess að á móti kæmu nokkur veð.

Og enn var haldið áfram og fyrirtæki einkavædd og hverjir voru leiddir til forsætis fyrir þessi einka"vina" væddu fyrirtæki? Heyrði ég einhvern hvísla Eimreiðingar??? HA sagðirðu hvað....?

Eimreiðingar voru eru Framsóknarmenn og allan þeirra gerning þarf skilyrðislaust að hreinsa úr stefnu Sjálfstæðisflokksins.

 Skyldu fleiri vera sendir til að segja mér að ég fái aldrei vinnu á Íslandi????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband