29.3.2013 | 22:02
Handónýt þjóð í járnum EINOKUNNAR KVÓTANS
Fólk virðist því miður seint ætla að skilja að þrátt fyrir að Íslendingar séu ein ríkasta þjóð í veröldinni þá kemur eyðilegging kvótakerfisins í veg fyrir að almenningur fái notið auðsins sem skildi.
Við urðum fyrir tveim dögum vitni að einhverju mesta lýðræðis níði þegar þingmenn FRAMSÓKNAR OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS komum í veg fyrir að þjóðin kæmi sér upp stjórnarskrá sem hefði tryggt þjóðinni völd til að takast á við spillingar og græðgis öfl kvótahirðarinnar sem hér vilja öllu ráða.
Einokun kvótans kemur í veg fyrir flæði fjár um þjóðfélagið og kvótakerfið kemur í veg fyrir að við náum nokkru sinni að hámarka afraksturinn. Það er bara til að verja sérhagsmuni fámennis klíku kvótahafa sem þetta kerfi er haldið við lýði eins þjóðhaglega óhagstætt og spillandi það er.
Við eigum nóg af peningum til að taka þátt í þróunar aðstoð og fæða okkur veikustu það er bara spilling sem kemur í veg fyrir að það sé gert.
PS Segið þeim sem reyna að segja að ég skrifi af hatri að þeir ljúgi því ég skrifa af hagsýni og skynsemi. Ég vill betra þjóðfélag án grægi og grimmd.
Fólk matarlaust síðustu daga mánaðarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:04 | Facebook
Athugasemdir
Við megum alls ekki við því að missa allt þetta fé út úr hagkerfinu. Líklega er flótti auðmanna, fyrirtækja og lífeyrissjóða með fé úr landi ein ástæðan fyrir því að við getum ekki rekið þjóðfélagið lengur.
Ómar Bjarki Smárason, 30.3.2013 kl. 00:53
Þakka innlitið Ómar. Já við erum að missa peningana úr hringrás fjársins í þjóðfélaginu. Ég skil raunar ekki hvers vegna þetta er ekki meira í umræðunni. En þegar maður heyrir um hótanir sem menn verða fyrir sem leyfa sér að tala um að eitthvað megi betur fara í útgerðinni þá er víst hollara að halda kjafti.
Ólafur Örn Jónsson, 5.4.2013 kl. 11:49
Frelsi fjármagns og nokkurra einstaklinga er mikilvægara en frelsi heillar þjóðar!
Ómar Bjarki Smárason, 6.4.2013 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.