Þá er kominn tími til að afnema kvótakerfið sem byggir á brottkasti fisks og er varið með ofbeldi

Íslensk tæknifyrirtæki hafa lengi verið í fremstu röð í heiminum og stutt við og þróast með íslenskum sjávarútvegi. Því miður skyggir á árangur í íslenskum sjávarútvegi arfavitlaust og óskilvirkt kvótakerfi sem gerir það að verkum að við drögumst aftur úr í markaðsvæðingu og markaðssókn. 

Einokunin á veiðunum er að skaða okkur gífurlega þegar Norðmenn og rússar hafa kastað fyrir róða þessari fáránlegu verndunar stefnu og sækja fram með mikið magn af þorski sitjum við  eftir eins og rjúpa við staur með okkar fábjána stefnu í fiskveiðum og skiptingu aflaheimilda sem fjarlægjast frumherja og nýliðun en veiðileyfin komin í hendur hirðar sem aldrei hefur tekið þátt í veiðunum með beinum hætti á sama tíma og  viljugum höndum með þekkingu er haldið frá veiðunum.

Þessi fábjána háttur á ekkert annað eftir en að eyðileggja fyrir íslenskum sjávarútvegi í framtíðinni ef okkur ber ekki gæfa til að afnema kvótakerfið og taka hér upp besta fiskveiðistjórnkerfi í heiminum Sóknarmark með allan fisk á markað þá myndi íslensk tækni sannarlega nýtast okkur í leið okkar að verða fremstir í veiðum og vinnslu í heiminum.


mbl.is Tæknifyrirtæki taka höndum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Rússar og Norðmenn eru með kvótakerfi.  Það sem breyttisr var að Rússneska hafró breitti um stefnu (hvort að það var snúið upp á hendurnar á þeim af stjórnvöldum, veit ég ekki)  en þeir ákváðu að setja valin skip á frjálsar veiðar undir strangri gæslu með gps skráðum ferlum og reiknuðu svo úr frá afla og ferlum skipana heildarmassa fiskjar í Barentshafinu rússa meginn og komust að því að það var mikið meira til af fiski en talið var og gáfu út aukinn kvót.  Norðmenn juku sinn kvóta í sama hlutfalli.

Þessi aukning á kvóta í Barentshafi kemur því kvótakerfi ekkert við.

Við gætum aukið veiðarnar við Ísland upp í 350 þúsund tonn ef Hafró gæfi grænt ljósá það.. það er nægur þorskur í sjónum til þess.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 15.3.2013 kl. 22:44

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þetta er alveg rétt hjá þér Hallgrímur en kvótahafar í þessum löndum hafa ekki sama vald og kvótahiriðin á Íslandi tók sér. Hérna er búið að stórskaða markaðshlutdeild okkar með of lítilli veiði allt gert til að halda uppi verði á kvótanum.

En hvað yrði ef við svörðum ástandi í hafinu og ykjum þorsk,karfa, ufsa og ýsuveiði? Við ættum ekki skip til að veiða þennan fisk svo rosalega hagkvæmur er íslenskur sjávarútvegsfábjánaháttur búinn að vera.

Þetta er nýyrði SJÁVARÚTVEGSFÁBJÁNAHÁTTUR. ÍSLENSKUR SJÁVARÚTVEGSFÁBJÁNAHÁTTUR.

Ólafur Örn Jónsson, 16.3.2013 kl. 09:04

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Eina sem að við getum gert í vor er að kjósa

HÆGRI GRÆNA.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 16.3.2013 kl. 12:41

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Hægri grænir eru flottir Hallgrímur og flest nýju framboðin. Við vitum hvað við höfum og ekki ætti það að hræða okkur frá því að horfa til nýrra flokka sem eru mannaðir heiðarlegu fólki.

Eitt sinn tók ég við skipi Hallgrímur sem átti að vera eitt best mannaða skip flotans. Þeir voru svo klárir að þeir mættu ekki á dekk 2 til 4 daga í upphafi túrs.

Ekki bætti svo úr skák þegar forstjórinn kallaði mig fyrir sig og spurði af hverju ég færi með svona mikið af netum með alla þessa kláru kalla um borð?

Tók ég þá eftir því að hnífurinn var uppi í hvert skipti sem spretta kom á trollið og var sett nýtt í í stað þess að bæta. Breytti ég þá um stefnu í ráðningum og réði menn sem virtu stöðu sína um borð og mættu á fyrstu vakt. Ekki kunnu þeir allir að bæta í fyrstu en voru duglegir í verki og lærðu fljótt. Eftir ár var aðeins einn eftir af kláru köllunum en komnir í stað ungir sprækir strákar sem flestir voru með mér eða viðloðandi næstu 20 árin.

Ég held að við séum með ónýta illa skipaða áhöfn á þingi í dag og borgi sig að skipta út spilltum flokkum sem misst hafa virðinguna fyrir þjóðinni.

Ólafur Örn Jónsson, 18.3.2013 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband