KVÓTAHIRÐIN fórnar öllu til að koma í veg fyrir NÝTT ÍSLAND

Skilin milli tveggja þjóða sem búa á Íslandi skýrast með hverjum degi. 

Í kringum kvótahirðina, eimreiðar- og sambandklíkuna er að myndast gjá sem sannarlega sker þetta fólk frá almenningi. Þetta fólk hefur með spillingu og sjálftöku fjár náð undir sig fyrirtækjum og kvótum svo þessi litli hluti þjóðarinnar heldur á stærstum hluta tækifæra í landinu.

En við eigum enn lýðræðið þó á þingi sé verið að reyna að murka það niður. Hreyfingin (Dögun píratar) hafa staðið eins og klettar vörð um lýðræðið á þinginu. Kjósendur verða að skilja að nú verður að leggja pólitíkinni hægri / vinstri  í bili og berjast fyrir Stjórnarskránni sem setja mun ramma um völd meiri hlutans gegn fjöldanum. Stjórnarskráin færir okkur afnám kvótans og beint lýðræði. Atkvæði okkar verður að tryggja okkur og afkomendum okkar þessi sjálfsögðu réttindi.  


mbl.is „Hvar er allt fólkið sem mætti og kaus?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála gefum fjórflokknum frí næstu fjögur árin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2013 kl. 16:14

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Ásthildur það þarf svo sannarlega að útvatna fjórflokkin og skola úr þeim spillingar genin sem eru orðin ansi þaulsetin og skaðleg. 4 ár ættu að laga þetta.

Ólafur Örn Jónsson, 7.3.2013 kl. 23:02

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm þó þau væru átta árin

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2013 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband