Samtök Atvinnulífsins enn í járngreipum LÍÚ.

Þjóðin verður núna að koma stjórnarskránni nýju í lög. Hér er með skipulögðum hætti búið að ríða valdanet til að tryggja völd LÍÚ út um allt atvinnulífið.

Hér er  um hreint valdarán að ræða og ekkert annað. .Það sem fram fer á þinginu sannar að Alþingi gengur ekki lengur í takt við þjóðarviljann heldur eru þingmenn orðnir þjónar kvótahirðarinnar og ganga erinda þessara manna sem sannarlega eru haldnir óðagræðgi

 


mbl.is Björgólfur kosinn formaður SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þeir raða sér alls staðar þar sem þeir koma að gagni. Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands er t.d. náfrændi Máa, systkinasynir og var á einhverjum tímapunkti stjórnarformaður Samherja. Þá er Björgólfur Jóhannsson af Hlaðaættinni við Grenivík. Sonur Jóhanns Adolfs (Adda í Gjögri)sem var farsæll skipstjóri og annar af stofnendum Gjögurs hf semá Hákon, Áskel, Oddgeir og Vörð ÞH. Þá var Gjögur stofnaðili að Samherja á sínum tíma og er enn einn af aðaleigendum þess... og svo Síldarvinnslunnar að sjálfsögðu. En áður en Björgólfur varð Forstjóri Síldarvinnslunnar var hann markaðsstjóri Samherja á Akureyri.

Atli Hermannsson., 6.3.2013 kl. 23:20

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Atli menn þurfa að vakna og stoppa þessa endaleysu. Hér eru lánspeningar út á kvótaveðin notuð til að kaupa völd og áhrif og byggja múra EINOKUNNAR í kringum hirðina.

Þessi skriðkvikindi í kringum Máa eru aumkunnarverð og láta sér nægja að éta molana sem falla af borði aðalsins.

Það sem ég skil ekki. Af hverju ætla menn að kjósa menn þetta yfir sig? Það kemur atvinnulífinu síst til góða að EINOKUN hefti flæði fjár um þjóðfélagið sem þeir versla við.

Ólafur Örn Jónsson, 7.3.2013 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband