26.2.2013 | 15:23
Hvar er öll hagræðingin í kvótakerfinu eftir allar lántökurnar???
Það er hryggilegt að horfa á afleiðingar kvótakerfisins þar sem ekkert liggur eftir fyrir veiðar og vinnslu eftir eitt mesta góðæri til veiða og markaða um langt árabil.
Þetta arfa vitlausa fiskveiðistjórnkerfi sem haldið er gangandi eingöngu til að kvótahirðin geti velt sér uppúr ódýrum peningum í bönkum á meðan flotinn og veiðin drabbast niður.
Það yrði vítamínsprauta fyrir íslenskt atvinnulíf í dag ef þessi endaleysa yrði loksins afnumin og hér tekið upp besta fiskveiðistjórnkerfi í heimi SÓKNARMARK með allan fisk á markað. Það myndi auka afla og gefa fólki aðgang að auðlindinni til að framleiða á hina ýmsu markaði sem sannarlega mun hækka verð eftir eyðileggingu EINOKUNARINNAR.
Flæði fjár út í háræðar þjóðfélagsins mun hleypa lífi í innlend fyrirtæki sem framleiða fyrir innlendan markað og laun munu hækka. Síðast en ekki síst myndi ríkissjóður aftur geta haldið uppi þjónustu eins og var hér fyrir tíma kvótakerfisins sem allt er að drepa á þessu landi.
Flotinn eldist og stækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þá verður við gamli, að kjósa Hægri Græna XG
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.2.2013 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.