24.2.2013 | 10:17
Múrar Sjálfstæðisflokksins um EINOKUN kvótans hækkaðir og styrktir
Peningar þjóðarinnar auðævin okkar er fiskurinn í sjónum og við skulum gleyma öllum vörnum um heimilin og eðlilegum rekstri velferðarkerfisins á meðan útgerðin heldur EINOKUN kvótans.
Formaður Sjálfstæðisflokksins gaf skít í vilja þjóðarinnar í auðlindamálum þegar hann lýsir óbreyttir stefnu í kvótamálinu. Kjósendur verða að fá svör hjá þeim sem þeir ljá atkvæði sitt. Þeir sem stand vörð um kvótann gefa skít í þjóðina og framtíðar velmegun Íslands og tækifæri komandi kynslóða.
EINOKUNIN kvótans hefur gert það að verkum að fjármagn er nú bundið inní þeim fyrirtækjum sem á halda og bönkum sem þau versla við. Hringrás arðsins um þjóðfélagið hefur minnkað og dregið þar með út hagvexti fólksins og minni fyrirtækja og þar með ríkisins.
Þess vegna er furðulegt að atvinnurekendur í óskildum greinum skuli beygja sig undir járn hnefa útgerðar elítunnar sem náð hefur undirtökum í Sjálfstæðisflokknum vitandi vits að EINOKUN kvótans stór skaðar starfsemi þeirra og afkomu möguleika afkomenda þeirra.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
XG í vor Óli.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.2.2013 kl. 19:05
Já Halli menn mega ekki vera hræddir við nýju framboðin. Við vitum hvað er í gangi í gömlu flokkunum sem eru ófærir að taka á málum sem hagsmuna klíkurnar verja.
Við þurfum heiðarlegt fólk sem tilbúið er að ganga fram og taka slaginn til að skapa hér réttlátt þjóðfélag. Fjórflokkurinn týndi sér einhverstaðar á leiðinni.
Ólafur Örn Jónsson, 27.2.2013 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.