22.2.2013 | 22:09
83% þjóðarinnar vill afnema EINOKUN í sjávarútvegi þarf enga sérfræðinga til að segja okkur það.
Kvótakerfið er handónýtt kerfi til að stjórna fiskveiðum. Aldrei hefur verið hægt að segja fyrir um fiskgengd við Ísland eins og eyðilegging kvótakerfisins hefur sýnt okkur.
Eina ástæðan fyrir áframhaldandi kvótakerfi er græðgin. Menn eru blindir á skaðann sem það veldur þjóðinni ár eftir ár að ná aldrei að hámarka afrakstur greinarinnar. Núna geta menn ekki rennt fyrir þorsk fyrir ýsugengd á sama tíma og sjálfdauð síld flýtur á land þrátt fyrir að fiskifræðingum væri bent á gífurlegt magn af síld á Breiðafirði.
Græðgin gengur út á að hafa EINOKUN á veiðileyfunum og geta ráðstafað þeim að vild og afkomendurnir geti veðsett og leigt sjómönnum aðgang að auðlindinni. Hér er að verða til hirð fólks sem telur sig ekki part af íslensku þjóðfélagi og kærir síg kollót um skaðan sem þessi EINOKUN veldur efnahagskerfi landsins. Samanber hrunið.
Það yrði algjör hrákasmíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt 23.2.2013 kl. 00:10 | Facebook
Athugasemdir
Ólafur, Það sorglega við þessi 83%, þau vilja flest öll hafa kvótakerfi áfram.Vilja bara fá fjármuni úr kerfinu extra og eða koma á ríkiskvóta sem yrði leigður út og hverjir fengu það nema vinirnir.. Ekkert framboðanna( ég hef ekki rekist á þá stefnu hjá framboðunum)vill allan fisk á markað og skattleggja auðlindina strax á hafnarbakkanum og allir vilja vera með kvótabundna friðun.Flestir þessara 83% trúa Hafró og þeirra ráðgjöf. Sorglegt hvað fáir hafa kynnt sér skrif Jóns Kristjánssonar http://www.mmedia.is/~jonkr/og síðan Hafró.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 22.2.2013 kl. 23:51
Sæll Hallgrímur jú jú fólk vill beint lýðræði og þar með afnám kvótans. Ég á eftir að sjá frumvarp fara í gegnum þingið og verða að lögum sem tryggir þjófunum eilífðar eign á fiskimiðunum.
Megum ekki halda að fólk sé fífl.
Ólafur Örn Jónsson, 23.2.2013 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.