20.2.2013 | 10:58
Lýðræðisvaktin - réttlætið og kvótinn
Sigríður Ólafsdóttir og Örn Bárður voru í Í bítið þar sem þau sátu fyrir svörum varðandi stefnu Lýðræðisvaktarinnar.
Svo virðist sem kvótamálið sé eitthvað að standa í Lýðræðisvaktinni. Vona að þetta góða fólk sé ekki að detta í Samfylkingarfarið að láta gjaldtöku byrgja sýnina á vandann í kvótakerfinu sem er kvótaúthlutunin sjálf.
Það hefur aldrei og verður aldrei hægt að segja til um fiskgengd með árs fyrir vara eins og nýleg dæmi sanna. Ef stjórnmálamenn ætla að standa við réttlátt þjóðfélag þá verður að afnema með öllu kvótafyrirkomulag og nota sóknarstýringu við veiðarnar.
Hvorki Færeyingar né Matthías Bjarnason voru asnar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.