Þegar frelsi einstaklingsins víkur fyrir kvótum og sérleyfum er spillingin tekin við.

Einstaklingurinn fæðist, elst upp og velur sér stöðu í lífinu. Hann menntar sig og þjálfar og verður góður í sínu fagi og verður partur af þjóðarheild og efnahagskerfi land síns. Landsins sem gaf honum tækifærið á að mennta sig og skapaði honum rúm til að verða það sem honum stóð hugur til í þjóðfélaginu. Hann þroskast og öðlast stöðu í þjóðfélaginu og borgar til þjóðfélagsins það sem honum ber og nýtur um leið þess að vera hluti af þjóðfélagi og auðlindum þess. 

Þetta er það sem lýðræði og réttlæti gengur út á. Allir eiga að hafa sama tækifæri frá fæðingu og þetta var stefnan til dæmis sjálfstæðismanna fyrir Davíð. 

Höft, leyfisveitingar og kvótar eru eitrið sem einkenndi kommúnismann. Þar á bæ þoldu menn ekki frelsið af því urðu sumir sem voru heppnari, duglegri eða gáfaðri en aðrir betur stæðir en aðrir. Það sem fóðraði kommúnismann voru menn eins og Davíð Oddsson sem breyttu frelsi einstaklingsins í græðgi sem varin var með vopnum kommúnismans einokun og sérleyfum.  

Þetta sést best í kvótakerfinu sem Davíð lofaði Sjálfstæðismönnum árið 1992 að eyða undir fyrirheitinu "moka framsóknar flórinn". En í staðinn fyrir að standa við það fyrir heit eftir stærsta kosningasigur Sjálfstæðisflokksins gekk hann í eina sæng með Halldóri Ásgrímssyni og úr varð mesta spillingar stjórn allra tíma í Evrópu. Þar sem Íslandi var breytt í nýlendu græðginnar.

Frelsi sjómanna (sem eru líka einstaklingar og eiga að hafa rétt á við aðra þegna) var fótum troðið og þeirra atvinna einkavinavædd. Með því að gefa út EINOKUN á veiðiheimildinni urðu allir starfandi sjómenn á landinu í einni svipan leiguliðar í eigin atvinnugrein. Þetta var og er hreinn glæpur gegn sjómönnum sem verður að afnema.

Allir sem stuðla að áframhaldi kvótans eru þar með að stuðla að heftun á einstaklings frelsi sjómanna sem hafa í blóðinu þekkingu og dug til að stunda sjómennsku. Mannréttinda dómstóll SÞ hefur sagt sitt álit á þessu óréttlæti sem íslenskir sjómenn hafa mátt þola af íslenskum stjórnvöldum en vanþekking og skilningsleysi virðist vera landlægt á Alþingi og meðal þjóðarinnar til að þessi kúgaða stétt fái náð rétti sínum. Skömm sé Íslandi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband