10.2.2013 | 17:22
Hvaða hagkvæmni? Hvaða hagræðingu? Ljúga út í loftið til að ná fylgi.
Framsóknarflokkurinn hefur það eitt á stefnuskrá sinni að komast í stjórn hvað sem það kostar.
Þessi fáránlega yfirlýsing er partur af þessari stefnuskrá.
Lýtum á hagkvæmni kvótakerfisins fyrir þjóðina eiganda auðlindarinnar. Kvótinn hefur þá náttúru að úthluta aflaheimildum fyrirfram og byggja á reynslu liðinna ára en þó aðeins hálfu leiti síðasta árs! Þetta er galin leið þar sem aldrei í manna minnum hefur verið hægt með vissu að segja fyrir um fiskgengd sjá nýleg dæmi Síldina sem ekki var til í Breiðafirði í vetur (núna dauð í Kolgrafarfirði) og ýsugengd sem tálmar þorsk og steinbítsveiðar og má ekki auka veiði á þar sem þessi ýsa er ekki til í skýrslum Hafró. Við eru búin að tapa milljörðum á þessar ónákvæmni sem fellst í kerfinu.
þá er það hagræðingin. EINOKUN er hagræðing Framsóknarflokksins og höfum við séð það í landbúnaðarmálunum. Það er eitt sem Framsóknarmenn gleyma að nefna þegar þeir dásama hagkvæmnina af EINOKUN það er að aðeins nýtur sá er á heldur en fjöldinn tapar. Sama hvort um úthlutun búvöruleyfa eða veiðiréttar er að ræða. Allt sem Framsókn leggur í raun til er komið að Norðan í gegnum Hornafjörð og gengur flokkurinn grímulaust erinda kvóta-hirðarinnar sem vill EINOKA auðlindir hafsins um alla eilífð og koma í veg fyrir að þjóðin njóti ávaxtanna.
Framsóknarmenn vilja bara komast í ríkistjórn til að verja hagsmuni og maka krókinn annað vakir ekki fyrir á þeim bæ og hefur aldrei gert. Spilað er á vinsæl gælu mál með fagurgala eins og alltaf en markmiðið er eins og ég segi aðeins eitt.
Hafna sértæku veiðigjaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:25 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekkert nýtt.
Nefndu mér einn flokk sem ekki vill vera í Ríkisstjórn og vill ekki verja hagsmuni og maka krókinn?
Stjórnmálamenn haga seglum eftir vindi og hagræða sannleiknum eftir vild, hvað er nýtt í þessu?
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 10.2.2013 kl. 17:36
Já Jóhann þú er kominn um langan veg þakka þér innlitið. Nei maður þarf ekki að vera hissa spillingin ristir dýpra en mann getur órða fyrir því miður.
Ólafur Örn Jónsson, 11.2.2013 kl. 03:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.