8.2.2013 | 23:46
Þjóðin lagði Stjórnarskrá sína fyrir þingið til að samþykkja
Hvaða hroki er það í Alþingismönnum að berjast gegn Stjórnarskrá sem þjóðin er búin að samþykkja. Hvenær ætla Alþingismenn að skilja að þeir eru sendlar þjóðarinnar sem elur þá. Þjóðin má ekki líða að svikarar sitji á Alþingi Íslendinga og berjist gegn hagsmunum hennar.
Fyrir þinginu liggur líka arfavitlaust kvótafrumvarp sem alls ekki má fara í lög. Verður það niðurstaðan að Stjórnarskráin verði svívirt með því að auðlindaákvæðið sem samþykkt var af 83% þjóðarinnar verði að engu gert með 20 ára kvótasamningum við menn sem farið hafa með ófriði gegn einstaklingum þessa lands.
Verðandi vitni að þeim hamförum gegn þjóðinni að undaförnu vill ég benda á að eftirlit með komandi kosningunum verði hert og tvöfaldað. Hér liggur fiskur undir steini. Hingað til hefur framkoma nokkurra útgerðar manna toppað allt sem viðbjóð má kalla og kosningar vegna kjarasamninga verið falsaðar hvers vegna ekki alþingiskosningar?
Vanhæft þing, svo mikið er víst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég er þér innilega sammála um að margir þingmenn eru afar hrokafullir,og taka ekkert tillit til þjóðarhagsmuna í ákvörðunartökum sínum.
En hvað stjórnarskrá tillögurnar varðar var aldrei nein meining með henni þrátt fyrir allt umstangið,Jóhanna vildi bara ná fram ákvæðinu um framsal fullveldis þjóðarinnar til alþjóðastofnana, að öðrum kosti er ESB-sinnum á þingi ómögulegt að koma þjóðinni þar inn að henni forspurðri.
Það verður að segjast að Birgitta og Hreyfingin eru eins og saklaus börn, að hafa trúað Jóhönnu og stutt þessa stjórn sama hvernig komið var fram við fólkið í landinu,bara ef að ný Stjórnarskrá yrði að veruleika,sem hún verður að sjálfsögðu ekki.
Sandy, 9.2.2013 kl. 08:47
Við skulum hafa það í huga að Ríkisstjórnin lagði fram þessi drög að nýrri Stjórnarskrá í könnunarformi til að kanna hug Þjóðarinnar fyrir þessu plaggi...
Við skulum líka hafa það í huga að ef þessi drög væru orðin að raunveruleika þá væri Ríkissrjórnin að láta okkur borga skuldir eins og Icesave hvort sem okkur líkaði betur eða verr og algjörlega burt séð frá því hvort okkur bæri lagaleg skylda eður ei...
Sveiattann segi ég bara til þessara Ríkisstjórnar sem vill fólkinu sínu svona slæmt...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.2.2013 kl. 10:10
Þakka ykkur innlitið stelpur. Þi fallið báðar í sömu gröf svo margra að hafa ekki lesið nýju stjórarskrána. 111 gr tekur það skýrt fram að til að framselja fullveldið þarf mál að vera samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Málskotsrétturinn er ennþá ínni og eins getur þjóðin nú krafist skilyrðislaust þjóðaratkvæðis.
Og þjóðin getur lagt fram frumvarp sem ekki er hægt að hafna að fari í þjóðaratkvæði samþykki þingið ekki frumvarp frá þjóðinni.
Það eru allt og margir sem fara eins og þið hér með rakalaust kjaftæði þegar talað er um nýju stjórnarskrána okkar. Lesið Stjórnarskránna og myndiið ykkur ykkar eigin skoðun. Þetta er í raun góð stjórnarskrá og sennilega ein sú besta sem skrifuð hefur verið.
Ólafur Örn Jónsson, 10.2.2013 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.