8.2.2013 | 16:40
Handónýtt þjóðfélag sem nýtur ekki arðsins af fiskveiðunum
Það er óskiljanlegt að menn skuli ekki snúa sér að vandanum eins og ríkistjórnin lofaði í upphafi þings. Nú gætum við verið komin 3 ár inní frelsi og aukinnar framlegðar í sjávarútvegi ef kvótakerfið hefði verið afnumið og heiðarlegu fólki hleypt að miðunum og vinnslunni.
Fólk verður að skilja að sú EINOKUN sem er um útgerðina og aflahlutdeildina kemur í veg fyrir að arðurinn af veiðum og vinnslu sé í eðlilegri hringrás um þjóðfélagið öllum til góðs. Einstaklingar, fyrirtæki á innlendum markaði og opinberar stofnanir munum njóta góðs af auknu fé í höndum almennings og á endanum mun ríkið hafa auknar tekjur til að reka velferðarkerfið. En í staðinn rennur allur arður af lágu gengi í hendur útgerða og banka sem bólgna út eins og púkinn á fjósbitanum engum til góðs.
Ekkert hægt að vera kurteis lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.