Handónýtt þjóðfélag án arðsins af fiskveiðunum

Með EINOKUN á fiskveiðum og fáránlegu kvótakerfi getur íslenskt þjóðfélag ekki brauðfætt sig.

Á árunum fyrir kvótakerfið þegar skipin réru á sóknarmarki varð hraðast uppbygging sem við þekkjum í Íslandssögunni. Ekki einatt varð hröð þróun í verðmæta sköpun á sjávarfangi heldur reistum við núverandi heilbrigðiskerfi, byggðum okkar stærstu virkjanir, reistum okkar stærstu íbúðarhverfi og lögðum varanlega vegi.

Jú framan af gátum við lifað við kvótakerfið en síðar kom að því að græðgin gróf sig dýpra og dýpra þar til hér var komin svo mikil skuldasöfnun að hver heilvita maður sá að við svo varð ekki búið en þá var allt orðið of seint og efnahagur landsins hrundi en eftir stóðu múrar EINOKUNAR sem standa nú í vegi þess að þjóðin nái að rétta úr kútnum. Gífurlegur niðurskurður til að forða þjóðargjaldþroti. Ef hér hefði ekki verið kvótakerfi værum við hlið við hlið með Norðmönnum ríkasta þjóð í veröldinni.

Nú verða kjósendur að vakna að værum blundið. Grillið í garðinum verður að bíða og menn verða að láta til sín taka og nota atkvæði sín til að stjórna því að þetta fáránlega kvótakerfi og spillingin í kringum það taki enda. Þegar hér er komið "Sóknarmark með allan fisk á markað" geta menn vænst þess að stofnanir ríkisins fari að bera sig og launin að verða mannsæmandi. Þá getum við öll aftur farið áhyggjulaus út í garð að grilla. 


mbl.is Vísa verður bráðveiku fólki burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Bretar hræddir um auðæfi sýn ESB vill að landgrunnur Bretlands sé þeirra.

Erum við ekki að bíða eftir loforði frá ESB með að fá að halda okkar auðæfum.

Sjá viðhengi á grein Daily Express

í bloggi mínu http://skolli.blog.is/blog/skolli/ treystum ekki ESB.

Valdimar Samúelsson, 6.2.2013 kl. 22:03

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka innlitið Valdimar. Því miður eru fréttir af landgrunni breta ekki góðar. Búið að fiska á þessum slóðum með alltof smáum möskva og smár örsmár fiskur eina sem sést. Uppsjávarfiskur þeirra er betri.

Ólafur Örn Jónsson, 7.2.2013 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband