6.2.2013 | 12:21
Afkomu ofbeldi að hætti útgerðarinnar
Þetta er þörf ábending hjá Jóni Steinari og nauðsynlegt þjóðfélaginu að draga lærdóm af. Þarna tekur saksóknari upp vinnubrögð og ofbeldi sem tíðkast hefur í útgerðinni þar sem menn sem leyfa sér að fjalla um arfavitlaust kvótakerfi og skaðsemi þess eru þegar í stað reknir úr starf án aðvarana.
Nú væri gaman að sjá innanríkisráðherra taka þetta augljósaofbeldismál sem Jón Steinar gerir vel í að benda á og láta rannsaka og síðan sakfella í. Það er skýlaust í alþjóðarsamþykktum að ríkið ber að gæta mannréttindabrota unnum af þriðja aðila og er kominn tími til að láta reyna á það.
Yrði sakfellt í slíku máli færi nú að hitna verulega undir r***gatinu á sumum sem farið hafa frjálslega með farsímann.
Rekinn fyrir heiðarleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:49 | Facebook
Athugasemdir
Ólafur Örn. Innilega sammála þér. Gott að Jón Steinar Gunnlaugsson ver réttlætið og heiðarleikann. Það vantar fleiri í þá varnarbaráttu.
Hann Jón Steinar var víst ekki vinsæll af glæpamafíustýrðu dómurunum, og það er greinilega að skýrast hvers vegna þær óvinsældir voru svo miklar.
Líklega var Jón Steinar of heiðarlegur fyrir dómarasloppa-gengið í hæstarétti?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.2.2013 kl. 12:59
Já Anna þakka innlitið ég vona svo sannarlega að Jón Steinar láti til sín taka í þessu þjóðþrifa máli þar sem einstaklingur er rekinn fyrir að gegna starfi sínu af heiðarleika og dugnaði.
Menn hafa komist upp með að "eyðileggja menn" sem vilja uppræta spillingu. Það verður að uppræta slíkt í íslensku samfélagi.
Ólafur Örn Jónsson, 6.2.2013 kl. 15:18
Ólafur. Það eru einmitt ólöglegu mannréttindabrot svikaranna, að nota sína yfirburðarstöðu til að fremja mannorðsmorð á heiðarlegu fólki.
Á blaðsíðu 6 í DV í dag: miðvikudaginn 6 febrúar 2013, er sagt frá hvernig saklausum fjölskylduföður er fyrirvaralaust vikið úr starfi vegna einhvers "brots", sem ekki getur talist ástæða fyrir þessari fyrirvaralausu brottvikningu úr starfi!
Það verður að rannsaka svona ólöglegar aðgerðir útgerðarglæpaklíkunnar, sem brjóta augljóslega á rétti almenns launafólks.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.2.2013 kl. 18:27
Já Anna ég þekki ekki þetta dæmi sem þú nefnir en því miður eru dæmi um að menn hafi fengið upphringingar og þeim hótað og eða bara þegjandi og hljóðalaust er mönnum sparkað eins og þú nefnir.
Þegar ég byrjaði að fjalla um þetta höfðu menn samband við mig hringinn í kringum landið og sögðu svipaðar sögur.
Ólafur Örn Jónsson, 6.2.2013 kl. 19:20
Ólafur. Ég þekki heldur ekki þetta dæmi. Það er ótrúlegt að svona elítu-hótanastjórnsýsla fái enn að viðgangast, eins og þú segir hér frá.
En er eitthvað í vinnulögum sem bannar fólki að prófa kannabis, sem ekki hefur sannanleg áhrif á vinnuframlag viðkomandi?
Flestir af yngri kynslóðinni hafa einhvertíma prófað eitthvað slíkt, og það getur tæplega réttlætt brottrekstur úr vinnu mörgum vikum seinna. Það hlýtur að þurfa annan rökstuðning fyrir svona ólöglegri uppsögn!
Það verður kannski flestum embættis-óæskilegum íslendingum meinað að stunda vinnu, ef svona vinnubrögð glæpastjórnsýslu fá að viðgangast?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.2.2013 kl. 21:16
Það er orðið nokkuð ljóst að þetta mál þarfnast frekari skýringa við.
Það má vel vera að eðlilega hafi verið að málum staðið en á meðan það er ekki skýrt er maður fullur efasemda.
Landfari, 6.2.2013 kl. 22:46
Já Landfari að sjálfsögðu á að taka fast á öllum skattalagabrotum og vona ég að það fari sína leið. En að starfsmaður skuli rekinn fyrir að fylgja eftir einhverju máli í góðri trú að hann sé að vinna vinnuna sína finnst mér að sé óviðunandi og vona ég að Jón Steinar gefi ekkert eftir í því að þetta verði skoðaða og helst fari fyrir dóm.
Ólafur Örn Jónsson, 7.2.2013 kl. 15:08
Ég ekki hugmynd um kannabis neyslu Anna ég veit ekki á hvaða ferðalagi þú ert. Vona samt að þú eigir góðan dag.
Ólafur Örn Jónsson, 7.2.2013 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.