1.2.2013 | 13:07
VAKNI ÞJÓÐ
Þrátt fyrir skýra útkomu auðlindaákvæðisins í þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem 83% þjóðarinnar hafnar kvótakerfinu leyfir svikarinn og kvislingurinn SJS sér að leggja fram svika frumvarpið sem hann og samflokksmaður hans hafa verið að bralla með allt kjörtímabilið.
Kvótafrumvarp sem í stað þess að úthluta kvóta til eins árs í senn eins og verið hefur til 2 x 20 ára án þess að þjóðin fái neitt við ráðið.
Það sem fólk verður að skilja við þennan ógeðslega gerning sem var þaul skipulagður á skrifstofu Norður á Akureyri er að með þessu er búið að gefa útgerðinni nýtingar réttinn á auðlindinni í 50 til 70 ár og er mjög sennilegt að dómstólar muni þá ekki geta hnekkt EIGN útgerðarinnar á "nýtingar réttinum" eins og LÍÚ er búinn að vera að reyna að koma á síðast liðin 3 ár.
Þetta má aldrei verða og verður fólk að skilja að þetta er lang-stærsta hagsmuna mál þjóðarinnar og að einokunin á fiskveiðum er það sem stendur í vegi fólks að ná aftur kjörum sínum eftir hrunið sem þessi fyrra sannarlega olli.
Verum viðbúin að bregðast við ef svikarar á þingi afgreiða þetta alvonda frumvarp í lög að hnekkja þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt 3.2.2013 kl. 00:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.