Íslenska kvótakerfið er til óþurftar í Makríldeilunni

Það að við skulum enn stjórna fiskveiðum með arfavitlausu kvótakerfi eyðileggur fyrir málstað okkar í Makríldeilunni. Staðreyndin að við stjórnum fiskveiðum með kvóta og miðstýrigu í stað sóknar og fresi gefur höggstað á íslenskum rökstuðningi að hér sé alltof mikið af makríl og stofninn sé í ofvexti og þurfi að halda stærð hans í skefjum til að forðast hrun í stofninum sem getur gerst ef Makríllinn afétur sig og hefur ekki fæði.

Við eigum nú að hafna alfarið kvótastýringu við fiskveiðar og viðurkenna mistökin og skaðann sem við höfum upplifað. Við eigum að snúa til sóknarmarks og nota heilbrigð rök sóknar og jafvægis í náttúrinn í samskiptum okkar við aðrar fiskveiðiþjóðir.

Makríllinn sem fer eins og engisprettu faraldur í gegnum íslenskt hafsvæði verður að veiða og grisja eins mikið og hægt er hvort sem við íslendingar gerum það eða fáum hjálp annara þjóða sem landi þá á Íslandi.


mbl.is „Vonlaus tilraun Íslendinga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólafur Örn. Þetta er allt rétt sem þú segir, að mínu mati. Það er álíka stjórnleysi á kvóta-ruglinu, eins og banka-embættismanna-ruglinu.

Það fer að fjúka í flest réttlætingar-skjól hjá þessum heimsmafíu-aðstoðar-liðhlaupum.

Það dugar ekkert minna en beint lýðræði og upplýsandi fjölmiðlun, til að bjarga fiskistofnunum frá sjálfdauða-útrýmingarstefnu óábyrgrar og ójarðtengdrar heimsmafíunnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.2.2013 kl. 00:53

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Fiskimiðin okkar eru ekki verri en það að það flýtur allt í fiski svo ég veit ekki hvað þú ert að kvarta, eru nýjustu fréttir ekki þær núna að síldin er að koma aftur...

Það er ástæða fyrir því að fiskimiðin okkar eru eins og þau eru og hugsanlega er skýringin sú að við höfum farið varlega, það er ekki eins og sjávarmið ESB fljóti í fiski, sem segr okkur að óvarlega hafa þau farið með fiskimið sín og því miður er ekkert sem segir okkur að ESB hafi hlotið lærdóm að ofveiði sinni...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.2.2013 kl. 07:30

3 Smámynd: corvus corax

"Óverjandi ákvarðanir Íslendinga um að auka gríðarlega og með einhliða hætti makrílkvóta sinn án alþjóðlegs samkomulags" segir hver? Fulltrúa einnar af yfirgangsþjóðunum sem einhliða hafa ákveðið að hirða 90% af makrílkvótanum þrátt fyrir að töluverður hluti hans haldi til í íslenskri lögsögu. Það verður að meta hve stór hluti makrílstofnsins er í íslenskri lögsögu og þá veiðum við samsvarandi hluta kvótans. Ef matið er t.d. 25% þá einfaldlega eigum við rétt á að veiða 25% af kvótanum hvað sem frekjuhundarnir í Noregi, Skotlandi og ESB segja. Það eru nefnilega þeir sem stunda ofveiði og rányrkju en ekki Íslendingar.

corvus corax, 1.2.2013 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband