Frumvarpið er mestu svik við þjóðina sem sést hafa á Alþingi

20 ára úthlutun á kvótanum er versti glæpur sem framin hefur verið á Alþingi síðan Halldór Ásgrímsson afnam besta fiskveiðistjórnkerfi veraldar og gekk erinda nokkurra Sambandsfrystihúsa og beitti þingið yfirgangi til að koma kvótakerfi á "til reynslu".

Aldrei í 30 ár hefur verið sátt um þetta arfavitlausa kerfi sem getur aldrei gagnast til að ná tilgangi fiskveiðistjórnunnar að hámarka afrakstur miðanna. Meiri hluti þjóðarinnar hefur alltaf verið á móti kvótakerfinu og spillingunni sem þrífst í kringum þetta kerfi og má segja að andstaðan hafi aldrei verið meiri en nú kemur fram í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu þegar 83 % þjóðarinnar lýsti andstöðu við kvótakerfið.

  Hingað til hefur þjóðin mátt standa hjá og bíða færis að komast í aðstöðu til að afnema þennan ófögnuð og óréttlæti eins og virtist standa til í upphafi þessa kjörtímabils þegar stefna ríkisstjórnarinnar var að afnema þessa endaleysu og spillingu en í staðinn bjóða svikarar upp á 20 ára kvótakerfi og spillingu. Fólk verður að skilja að það liggur glæpsamlegt ferli að baki því sem átt hefur sér stað í kringum kvótann og lántökurnar sem stundaðar hafa verið. Menn hafa verið beittir ofbeldi og þöggun hefur verið keyrð í gegn. Á þessu byggist að við sitjum enn uppi með þetta kerfi sem er nú til meiri óþurftar en nokkru inni fyrr.


mbl.is Nýtt kvótafrumvarp lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kórrétt.
Hafðu þökk fyrir þorið.

Steingrímur Helgason, 1.2.2013 kl. 00:52

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr! Við öskrum á breytt stjórnkerfi á landi voru!

Sigurður Haraldsson, 1.2.2013 kl. 01:13

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka ykkur innlitið strákar. Já hér verður eitthvað að breytast.

Ólafur Örn Jónsson, 1.2.2013 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband