31.1.2013 | 22:53
Frumvarpið er mestu svik við þjóðina sem sést hafa á Alþingi
20 ára úthlutun á kvótanum er versti glæpur sem framin hefur verið á Alþingi síðan Halldór Ásgrímsson afnam besta fiskveiðistjórnkerfi veraldar og gekk erinda nokkurra Sambandsfrystihúsa og beitti þingið yfirgangi til að koma kvótakerfi á "til reynslu".
Aldrei í 30 ár hefur verið sátt um þetta arfavitlausa kerfi sem getur aldrei gagnast til að ná tilgangi fiskveiðistjórnunnar að hámarka afrakstur miðanna. Meiri hluti þjóðarinnar hefur alltaf verið á móti kvótakerfinu og spillingunni sem þrífst í kringum þetta kerfi og má segja að andstaðan hafi aldrei verið meiri en nú kemur fram í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu þegar 83 % þjóðarinnar lýsti andstöðu við kvótakerfið.
Hingað til hefur þjóðin mátt standa hjá og bíða færis að komast í aðstöðu til að afnema þennan ófögnuð og óréttlæti eins og virtist standa til í upphafi þessa kjörtímabils þegar stefna ríkisstjórnarinnar var að afnema þessa endaleysu og spillingu en í staðinn bjóða svikarar upp á 20 ára kvótakerfi og spillingu. Fólk verður að skilja að það liggur glæpsamlegt ferli að baki því sem átt hefur sér stað í kringum kvótann og lántökurnar sem stundaðar hafa verið. Menn hafa verið beittir ofbeldi og þöggun hefur verið keyrð í gegn. Á þessu byggist að við sitjum enn uppi með þetta kerfi sem er nú til meiri óþurftar en nokkru inni fyrr.
Nýtt kvótafrumvarp lagt fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:09 | Facebook
Athugasemdir
Kórrétt.
Hafðu þökk fyrir þorið.
Steingrímur Helgason, 1.2.2013 kl. 00:52
Heyr heyr! Við öskrum á breytt stjórnkerfi á landi voru!
Sigurður Haraldsson, 1.2.2013 kl. 01:13
Þakka ykkur innlitið strákar. Já hér verður eitthvað að breytast.
Ólafur Örn Jónsson, 1.2.2013 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.