1.2.2013 | 16:06
2 x 20 ára kvótkerfi sett í LÖG af svikurum
Ríkisstjórnin lagði upp í þetta kjörtíma bil með loforð um að AFNEMA kvótakerfið illræmda sem sannarlega olli hruninu. VG tróðu sér strax í fyrirrúm og eyðilögðu tækifæri þjóðarinnar að losna við kvótann með því að skipa svokallaða SÁTTANEFND sem var nefnd kvótamanna sem allir áttu hagsmuna að gæta í áframhaldandi kvótakerfi.
Til dæmis tók fulltrúi LÍÚ ekki sæti í nefndinni fyrr en búið var að skrifa upphafs setningu í áliti nefndarinnar. "Stjórn fiskveiða mun áfram byggja á kvótaúthlutunum".
Samband smábátaeigenda heimtuðu að þeim yrði tryggður NÝTINGARRÉTTURINN um alla framtíð ef þeir tækju þátt í starfi nefndarinnar. Ekki var betur séð en að BJÖRN VALUR væri prímus mótor í að koma þessu ferli á og sjá um að vilji Þorsteins Má næði fram að ganga.
Núna sjáum við árangurinn af starfi þeirra félaga Björns Vals og Steingríms þar sem í stað afnáms kvótakerfisins á að afhenda útgerðinni kvótann í 2 x 20 ár og brjóta þannig mannréttindi á þúsundum manna og stór eyðileggja afkomu þjóðarinnar. Megi þeir þingmenn sem koma nálægt þessu skammast sín um alla eilífð því þeir fremja með því glæp gagnvart þjóðinni og komandi kynslóðum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.