Get ei orða bundist yfir þessu ummælum

Nú væla sjálfskipaðir verndarar Sjálfstæðisflokksins sem eru að skynja að upp er að rísa afl sem segja má að sé þverpólítískt með baráttuna fyrir lýðræðinu að aðal stefnu máli. Lýðræðinu sem er orðið eins og eitthvert spé í munni Sjálfstæðismanna sem eru eins og hundar í bandi Þorsteins Má og gelta þegar hann smellir fingri.

Náttúrulega vilja þessir varðhundar Múra EINOKUNNAR ekki sjá Kristinn sem er helsti kvótaandtæðinur landsins ganga til liðs við Dögun. Lýðræðis aflið sem boðar frelsi einstaklingsins og tekur þar upp "gamalt" baráttu mál Sjallanna sem er löngu gleymt á þeim bænum enda dýrkun EINOKUNNAR þeirra ær og kýr.

Þessir sjálfskipuðu riddarar Davíð-ismanns skilja því miður ekki að þeir eru dindlar þess versta sem finnst í pólítíkinni GRÆÐGINNAR sem best uppljómast í hegðun kvótapúkans og moggahirðarinnar.


mbl.is Kristinn er genginn í Dögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú geltir ekki þegar þú fékkst skipstjórakvótann Ólafur,var það."Kvótapúkinn" sem þú ert nú hættur að kalla því nafni, gelti ekki heldur þegar hann fékk skipstjórakvóta frænda síns, var það.En Kristinn H. er alltaf geltandi og þú virðist hrifinn af því gelti af einhverjum ástæðum.Það gelt hefur skilað litlu, eins og gelt gerir yfirleitt.

Sigurgeir Jónsson, 6.1.2013 kl. 07:59

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kanski er best að ég hætti þessu gelti á þig Ólafur,það skilar engu.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 6.1.2013 kl. 08:02

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sæll Sigurgeir og gleðilegt árið.

Best að þú vitir sögu skipstjóra kvótans sem hófst með því að ég ámsamt stýrimanni mínum höfðum ráðið okkur og gert um það samkomulag að fara á annað skip um áramótin 1983 og 1984. Þessi gerningur átti sér stað í sept 1983.

Nú er það ekki fyrr en á byrjun nóvember að það kemst í hámæli að setja eigi á kvóta og notast við 3 af 4 síðustu árum til viðmiðunnar. Kom þá í ljós að Snorri Sturluson var með stærsta kvóta á landinu 4800 tonn en Viðey með 2000 tonna heildar kvóta. Þetta gekk náttúrulega engan veginn upp fyrir mig og áhöfn mína og fékk ég Ágúst Einarsson útgerðarmann með mér í að koma á fundi með Halldóri Ágústssyni sjávarútvegs ráðherra. Þar krítiseraði ég setningu kvótans og úthlutun til skipa við ráðherrann og benti honum á að það væru menn sem fiskuðu ekki skip. Hann féllst á það en sagðist alls ekki geta afhent skipstjórum kvótann því "þá gengju aflamenn kaupum og sölum" það mátti alls ekki ske. Halldór féllst á að skoða mitt mál og nokkrum dögum seinna boðaði hann okkur a sinn fund og sýndi okkur regluna um "skipstjóra" þar sem kvóti flyttist milli skipa ef meirihluti áhafna fylgdi skipstjóranum. Ég kalla þetta eina réttlætið sem hægt var að finna í þessum andskotans kvótalögum Sigurgeir.

Ekki gera litið úr geltinu Sigurgeir þú stendur þig vel í þvi.

Ólafur Örn Jónsson, 9.1.2013 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband