30.12.2012 | 19:30
SÁTTIN
Þegar menn tala um að ná þurfi sátt í kvótadeilunni þar sem þjóðin deilir við FJÓRFLOKKINN um hvernig eigi að haga Fiskveiðistjórninni þá rjúka ráðamenn alltaf til og tala við þá sem halda á aflaheimildunum?
Þeir sem halda á réttinum til veiða eða stunda veiðar hverju sinni eiga ekkert frekar með aðferðafræði fiskveiðistjórnarinnar að gera frekar en aðrir. Það þarf sátt við þjóðina eiganda auðlindarinnar. End of story.
Meirihluti þjóðarinnar er búin að vera andvígur kvótakerfinu síðan það var innleitt og hefur andstaðan farið vaxandi eftir því sem hulan hefur fallið af svikunum, svindlinu og spillingunni sem útgerðin hefur orðið uppvís af undir vernd stjórnvalda. Gert var í því að halda svikunum leyndum með afkomu ofbeldi beitt gegn mönnum innan greinarinnar sem freistuðu þess að segja sannleikann um svínaríið.
Þjóðin er að koma sér upp stjórnarskrá sem inniheldur auðlinda ákvæði sem er alveg skýrt. þar til nýja stjórnarskráin tekur gildi á ekkert að vera að fjalla um fiskveiðistjórnina og afnema síðan kvótakerfið í anda nýju stjórnarskrárinnar þegar hún er orðin að lögum. Þannig næst sátt við eiganda auðlindarinnar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.