Hafa nýðst á sjómönnum í skjóli einokunnar á kvótanum

Með því að færa útgerðinni einokun á aflaheimildunum urðu sjómenn áhrifalausir í samskiptum við LÍÚ sem lét kné fylgja kviði og hafa niðurlægt sjómenn með aðförum sínum á kjör sjómanna og ber þar hæst að "tímabundið" olíugjald er orðin kostnaðarhlutdeild sem dekkar allan útgerðar kostnaðinn í góðærinu.

Og enn og aftur beita útvegsmenn sjómönnnum fyrir sig í baráttunni við yfirvöld. Með blekkingum reyna þeir að segja að auðlindagjaldið eigi að borgast af sjómönnum vitandi að gjaldið reiknast af hreinum hagnaði eftir skatta. Kemur launum sjómanna ekkert við.

Það er vert að standa við bakið á sjómönnum sem eru að eiga við harðsvírað lið þar sem innan um eru menn haldnir þvílíkri græðgi og eigingirni að vand fundið er í Íslandssögunni aðrir eins fantar. Vekur það furðu hvað þessi fámenna klíka skuli ráða jafn miklu og raun ber vitni.


mbl.is Bjóða fulltrúum LÍÚ á Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Það furðulega er að að það talar enginn um gróðann af þessu hjá útgerðinni.  15% sem þeir fengu í meiri gróða, þá borga þeir kanski 7% í meiri auðlindarskatt en hirða 8 % í vasann.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 30.12.2012 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband