28.12.2012 | 18:44
Rannsókn á villigötum?
Það sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi undanfarin 20 ár er ekki að stinga undan smáaurum til að svindla á skiptaverði. Ef menn vilja skoða hlut sjómanna í aflaverðmæti skipanna þá á að rannsaka sögu "kostnaðarhludeildarinnar".
Einokunin í sjávarútvegi hefur kostað þjóðina milljarða í óveiddum fiski og núna er að koma í ljós að afturhaldið í úthlutun aflaheimilda er búið að eyðileggja markaðshludeild Íslendinga á öllum helstu þorskmörkuðum okkar. Norðmenn njóta nú góðs af því og senda okkur fingurinn.
Ef horft er til Samherja og þýska fiskmarkaðarins er ekki tækt að þeir komist upp með að nota einokun aflaheimilda hér á landi til að koma sér upp einokun á þýska markaðnum og eyðileggja þar með innlent dreifikerfi sem stóð á aldagömlum grunni. Þetta er skaðlegt okkar framtíða markað umhverfi svona á ekki að eiga sér stað.
Þjóðin verður að ná fram vilja sínum gegn gjör spilltu Alþingi sem stendur vörð um múra einokunnar á fiski frá Íslandsmiðum áður en eyðilegging kvótans verður enn meiri og aðeins til að fullnægja græðginni í kringum menn sem kunna sér ekki hóf.
Ef menn eru að leita að glæpum í sjávarútvegi ætti að hefja rannsókn á þögguninni sem viðhöfð var til að standa vörð um þetta arfa vitlausa kerfi og þar fór ÞMB fremstur í flokki ég er til vitnis um það brjálæði.
Samherji með hærra einingaverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég hef svolítið verið að spyrja hvernig þessi 30 % sem eru tekin af óskiptu ( kosnaðarhlutdeild ) skiptist en hef ekki fengið góð svör.
Af hverju minnkaði ekki þessi hlutdeild þegar sjóðirnir voru lagðir niður? sem ég man ekki lengur hvað hétu.
Veistu eitthvað um það Óli?
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 30.12.2012 kl. 21:40
Sæll Halli. Eins og ég hef sagt hér Halli þá var þaggað niður í mér þegar ég var hjá Hampiðjunni og verð ég að viðurkenna að ég slitnaði úr sambandi við vitleysuna sem átti sér stað í þessum málum. Ég var mikið á ferðalögum og bjó 3 ár í Seattle.
Svo þegar ég byrjaði hérna í blogginu var þessu gaukað að mér að þessu hafi verið "svindlað" inní samninga þar sem "ólöglegir" kosningaseðlar sem lesa var hægt í gegnum hafi verið notaðir við kosninguna þegar þessu var komið á.
Þetta byrjaði með 1,5% tímabundið olíugjald og svo 2,5% kostnaðarhlutdeild og man ég að þá ætlaði allt að verða vitlaust en einhvern veginn lugu þeir því í gegn.
Hvernig þetta gat endað í þessu þar sem nánast allur kostnaður er tekinn fyrir skipti er mér gjörsamlega óskiljanlegt.
Ólafur Örn Jónsson, 4.1.2013 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.