Andmælin "illa ígrunduð".

Eg sé ekki betur en öll andmæli við nýju stjórnarskránna og stjórnarskrárferlinu séu "illa ígrundaðar"! Og gerðar til að stuðla að sundrungu eftir að þjóðin hefur lýst stuðningi við ferlið?

Skrítið að einhver skuli reyna að fela að þeir andmælendur sem finna sig knúna til að koma fram opinberlega skuli ekki segja sinn rétta tilgang sem er ekkert annað en að koma í veg fyrir réttarbætur í auðlindamálinu. Rökleysan er slík að menn fórna virðingu sinni og missa niður um sig fyrir framan alþjóð.

Loddarar menntaelítunnar sem vita að með því einokunnar ferli sem búið er að festa hér í sessi í sjávarútvegi eru kjör þeirra hlutfallslega betri en ef ríkti frelsi í sjávarútvegi og verðum væri stjórnað með markaðskerfi. Hafna þeir þar með allra hag í eigingirni sinni og öryggisleysi.

Staðreyndin er að tvær deildir HÍ eru handónýtar vegna spillingar og hagsmunagæslu gegn greiðslu vissra aðila. Ef hagfræðideildin og lögfræðideildin væru bornar saman við alþjóðarstandard ætti að loka báðum þessum deildum svo miklum skaða hafa illa gefnir nemendur þeirra valdið þjóðinni.


mbl.is Reynt að tefja og snúa út úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sæll, Ólafur Örn, og gleðileg jól.

Þú segir hér: "Skrítið að einhver skuli reyna að fela að þeir andmælendur [tillagna stjórnlagaráðs] sem finna sig knúna til að koma fram opinberlega skuli ekki segja sinn rétta tilgang sem er ekkert annað en að koma í veg fyrir réttarbætur í auðlindamálinu."

Hvernig þykistu geta sannað þessa ævintýralega einföldu alhæfingu þína?

Mínar ástæður gegn plagginu (og "stjórnlagaráðinu") eru fjölmargar, en ein er þó sýnu verst : 111. greinin, með freklegri heimild til fullveldisframsals, t.d. í þágu erlends stórveldis, og við vitum það jafn vel og a.m.k. 10 Esb-sinnarnir í "ráðinu", að þar eru þeir með þankann límdan við Evrópusambandið, jafnvel þótt það myndi þar með taka af okkur allt æðsta löggjafarvald. Þvílíkt ástand á mannskapnum, og tekur þú sjálfur í brúnni ekki eftir neinu?

Með góðum óskum,

Jón Valur Jensson, 26.12.2012 kl. 03:14

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér innlitið Jón Valur. Jú jú það er bara auðlindaákvæðið sem menn fara gegn en eins og þú reyna að nota blekkingar. Það er ekkert framsal án þjóðaratkvæðagreiðslu og hægt að endurheimta framsal með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nýja stjórnarskráin okkar er skothelt plagg sem er nauðsynlegt að koma í lög sem fyrst til að rassskella LÍÚ klíkuna. Komið er nóg af eyðileggingu kvótakerfisins og mál að linni. Nýja stjórnarskráin okkar sem með réttu ætti að vera komin í lög á haustdögum 2013 sæi til þess.

Ólafur Örn Jónsson, 29.12.2012 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband