22.12.2012 | 16:39
Ólína komin í Kvótaplottið
Þjóðin er ekki hult þótt þingið eigi að vera farið heim. Enn er verið að plotta gegn okkur. Lætin á þinginu varðandi stjórnarskránna og kvótakerfið eru öll af sama meiði "20 ára nýtingarrétt" kvótagreifanna.
Það hlýtur að vera einstakt í vestræni Lýðræðisríki að Alþingið sé heltekið af fámennri klíku gróða punga sem kunna sér ekki hóf. Steingrímur J Sigfússon sem búinn er að umturna skipulagi Ráðuneyta í þeim eina tilgangi að komast í þá valdastöðu að koma fram frumvarpi ÞMB þar sem lang-gengin stefna LÍÚ er tryggð NÝTIGNAR RÉTTURINN.
Jú lýðurinn við megum eiga kvótann eins lengi og útgerðin á leyfið til að stunda fiskveiðar við Ísland. Þetta eru verstu og mestu svikráð sem nokkurri vestrænni lýðræðisþjóð hefur verið brugguð fyrr og síðar. Þjóðin verður að skilja að þetta kvótafrumvarp má ekki undir neinum kringumstæðum verða að lögum þótt flaggað sé framan í okkur auðlindagjaldi sem gerir óréttlætið og óhagkvæmnina ekkert betra fyrir okkur sem sjálfstæða þjóð sem vill fara að lögum um almenn mannréttindi.
Þingmenn komnir í jólafrí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:00 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Ólafur Örn; jafnan !
Ólína jafnaldra mín; virðist vera afstrakt tækifærissinni, þegar um þessi fyrrum grundvallar hagsmunamál Íslendinga, er að ræða.
Fyrrum; segi ég, þar sem hvergi sér þess staðar, að fólk sé hérlendis, sé tilbúið að ganga á milli bols og höfuðs, á stjórnmála glæpa öflunum, Ólafur minn.
Blóðrennzli; er víst eitthvað viðkvæmt, fyrir landsmönnum, þó nauðsynlegt kynni að verða, til einhverra bjargráða, eða;; sem liður, í þeim.
LÍÚ; get ég einungis fordæmt fyrir, að vilja ekki taka þátt í, - eða hafa forystu um, að útrýma stjórnmála hyskinu, ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.12.2012 kl. 14:30
Þakka þér innlitið Óskar og Gleðileg Jól.
Ólafur Örn Jónsson, 24.12.2012 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.