Klækir kvótapúkans

Það var hafin skipulögð aðför að eignarhaldi þjóðainnar á auðlindinni um 1993 og uppúr því hófst skipulögð þöggun þar sem afkomu ofbeldi var beitt ljóst og leynt til að þagga niður alla umræðu um kvótann og spillinguna sem gróf um sig í kringum hann.

Þótt útgerðarmenn láti í það skýna að "sátt" sé um kvótann þá hefur ekki verið sátt um kvótann einn einasta dag síðan honum var logið á en það varð að láta í það skína þar sem miklir hagsmunir voru í húfi fyrir kvótahafa. Lán út á kvótaveðin gerðu allt vitlaust og spillingin sem fylgdi því var engu lík. Ekki mátti kvissast að þetta var kolólöglegt.

En fámenn klíka hugsaði lengra oG lagði línurnar. Stenfnan var eignarhald á kvótanum eða í það minnsta eignarhald á veiðiréttinum. Með yfir veðsetningu var tryggt að "eigendur" kvótans fengu sitt hvernig sem færi! Lögfræingar og deildir í HI ásamt professorsefnum hafa kafað í lögin og evrópu réttinn til að finna hliðstæður og glufur sem gætu fært útgerðinni eignarhald á kvóta um ókomna tíð.

Við fylgjust nú með hvernig græðgin hefur læst sig í sálu þessa fólk sem kanna sér ekki hóf í frekjunni og eigingirninni.


mbl.is Skapar óvissu í greininni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband