ÞJÓÐIN KREFST AFNÁMS KVÓTAKERFISINS _ AÐRA ÞARF EKKI AÐ RÆÐA VIÐ

Gott er að búið er að reka Steingrím til baka með kvótafrumvarpið sem samið var á skrifstofu KVÓTAPÚKANS á Akureyri. Hvernig formaður VG vogar sér að ganga erinda spillingarafla í kvótamálinu er með öllu óskiljanlegt.

Ég tel að almenningur verði að gera Alþingis mönnum ljóst að við lýðum ekki frekari spillingu. Aldrei aftur aldrei aftur.

 Nú liggur beinast við að afnema núverandi kvótakerfi og kalla inn allar aflaheimildir. Síðan liggur beinast við að setja "Sóknarmark með allan fisk á markað" annað er ekki í boði.

Ef menn ætla að fara markaðsuppboð á kvóta verður

-að setja allar aflaheimildir á markað og hafa uppboð á  3 mánaða frest þar sem enginn má eignast meira en tvö fullfermi af hverri fisktegund í einu.

-að komið verði í veg fyrir hamstur með því að þeir sem fari fram úr afkasta getu sinni verði að borga 20% álag á það sem eftir verður áður en þeir kaupa meira á næsta 3 mánaða tíma bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Óli, 8 fullfermi af hverri tegund á ári er svakalega lítið.  Þú hefðir ekki verið ánægður að veiða svo lítið.  Skipin yrðu bundin hálft árið með þessum afla.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 4.12.2012 kl. 13:40

2 Smámynd: K.H.S.

Legg til að hamsturið verði haft gelt svo það fjölgi sér í lagi ekki og éti allan helvitis kotann ha.

K.H.S., 4.12.2012 kl. 13:54

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Fyrirgefðu Hallgrímur þú misskilur þetta. Ekki mega útgerðir eiga meira en 2 fullfermi í einu. Þegar búið er að landa má aftur kaupa nýtt fullfermi og koll af kolli. Þetta er bara til að menn komist ekki upp með að hamstra. Og einnig til að verðmyndun fari ekki úr böndum.

Ólafur Örn Jónsson, 10.12.2012 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband