4.12.2012 | 09:01
Svívirða þjóðina með 20 ára afsali á kvóta til útgerða
Formaður VG fer fram fyrir hönd ríkistjórnarinnar með áframhaldandi kvótafrumvarp til næstu 20 ára þrátt fyrir að þjóðin hafi hafnað kvótakerfinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ráðherrann segist ætla að kynna "hagsmuna aðilum" frumvarpið. Hverjir eru stærstu hagsmuna aðilarnir? Er það ekki eigandi fisksins og fiskimiðanna? Þjóðin sem ekki á að fá að ráða því hverjir njóta arðsins af veiðunum næstu ára tugi.
Þjóðin verður að gera sér grein fyrir að fiskveiðar og hvernig arðurinn af fiskvinnslunni dreifist er mesta hagsmunamál þjóðarinnar og skiptir sköpum hvort við náum að byggja hér aftur velferð og mannsæmandi líf.
![]() |
Ekki afgreitt fyrir jól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.