4.12.2012 | 08:46
FJÓRFLOKKURINN Í RUSLFLOKK
Þetta er góð útkoma hjá Besta flokknum og Jóni Gnarr borgarstjóra Reyljavíkur sem sýnir okkur að til er fólk sem ekki lætur stjórnast af græðgi og spillingu eins og við höfum kynnst í borgarmálefnum síðan Davíð Oddsson gerðist borgarstjóri.
Þetta ætti að sýna okkur borgurunm og kjósendum öllum í landinu að það er til líf utan fjórflokksins. Við þurfum ekki að búa við spillingu og hagsmunapot hvorki í bæjarmálum né landsmálum.
Eftir 16 ára glæpaferil Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem leiddi til hrunsins erum við nú að upplifa svívirðingar af hendi VG og Samfylkingarinnar sem boða þvert á vilja kjósenda áframhaldandi kvótakerfi til næstu 20 ára.
Látum framkomu Jóns Gnarr okkur að kenningu verða og kjósum nýtt fólk á Alþingi og höfnum spillingu fjórflokksins.
![]() |
Afkoma Reykjavíkur betri en áætlað var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.