3.12.2012 | 23:28
SAMFYLKINGIN Á VILLIGÖTUM
Samfylkingar fólk má ekki láta glepjast í kvótamálinu bara af því að þau halda að auðlindagjaldið verði áfram. Auðlindagjald í kvótakerfi leysir ekki óréttlætið og mannréttindabrotin sem felast í kerfinu.
Auðlindagjald í kvótakerfi hjálpar okkur ekki að ná hámarks afrakstri fiskimiðanna frekar en síðast liðin 20 ár.
Sóknarmark með allan fisk á markað mun ekki einatt skila þjóðinni miklu meiri aflaverðmæti heldur mun arðurinn af greininni aftur renna um hendur fólksins og skapa hagvöxt almennings um allt land.
Frjálsar handfæraveiðar sem allir á þingi virðast sammála um að hundsa á að innleiða þegar í stað ekki eftir neinu að bíða. Bæði frjálsar handfæraveiðar og sóknarmark munu færa líf í byggðirnar og auðga mannlífið.
Höfnum einu sinni fyrir allt spillingunni og sóðaskapnum sem fylgir kvótakerfinu afnemum það og tökum upp siðað fiskveiðistjórnkerfi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Auðlindarentukjaftæðið er búið að heilaþvo lýðinn Óli. Þetta stríð er tapað. Kvótinn er kominn til að vera nema fjórflokkurinn bíði algert afhroð. Ekki halda að VG eða Samfylking hafi nokkru sinni meint eitthvað með að innkalla kvótann.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.12.2012 kl. 01:20
Þakka þér innlitið Jóhannes. Ég er sammála þér að Samfylkingin hefur farið algerlega offari í umfjöllun um auðlindaskattinn og eyðilagt umræðuna með þessari þvælu.
Fiskveiðistjórnun með kvótakerfi er það sem taka þarf á. Hún virkar ekki til að byggja upp fiskstofna og hámarka afrasktur greinarinnar sem á að vera meginmarkmiðið.
Síðan gengur kerfið gegn mannréttindum og er óréttlátt gagnvart sjómönnum bæði á smábátum og stærri skipum sem verða áhrifalausir um eigin kjör í kvótakerfi.
Þegar búið er að laga þetta er hægt að skoða auðlindagjald.
Ólafur Örn Jónsson, 4.12.2012 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.