Frekjan og græðgin sem einkennt hefur umræðuna um stjórn fiskveiða náði hámarki sínu í nýju Kvótafrumvarpi sem samið var á skrifstofu KVÓTAPÚKANS á Akureyri. VG eru óþarfir á þingi þeir sem kusu þá á þing skulu bara sameinast við Valhallarmenn og kjósa Þorstein Má Baldvinsson á þing ef þeir vilja að hér verði áfram EINOKUN veiðiheimilda.
Alþingi er ekki treystandi og verður þjóðin að krefjast þess að kvótamálið verði tekið úr höndum þingsins og þjóðin komi sér sjálf upp nýju fiskveiðistjórnkerfi sem speglar vilja þjóðarinnar. Stjórnun fiskveiða er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar og græðgi fárra og spilling má ekki koma í veg fyrir að þjóðin nái rétti sínum og geti komist út úr kreppunni sem íslenska kvótakerfið sannarlega olli.
Enginn má óttast áróður LÍÚ manna og dindla þeirra. Ekkert mælir með "kvótakerfi" þegar allt mælir með "sóknarmarki með allan fisk á markað".
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:25 | Facebook
Athugasemdir
Í stað þess að ganga í að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu í samræmi við samþykkt landsfundar Samfylkingarinnar 2009, hefur ríkisstjórnin verið að missa málið niður stig af stigi allt kjörtímabilið.
Haukur Brynjólfsson, 4.12.2012 kl. 12:15
Þakka þér innlitið Haukur þetta er sannleikurinn í málinu. Veit ekki hvers vegna flokkurinn var svona værukær í kvótamálinu vitandi að öfl í þjóðfélaginu voru reyðubúin að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að negla kerfið í sessi hvað sem það kostaði.
Ólafur Örn Jónsson, 4.12.2012 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.