VG búnir að ganga erinda KVÓTAPÚKANS allt kjörtímabilið.

Vinstri Grænir með formanninn í broddi fylkingar eru búnir að ganga erinda Kvótapúkans allt kjörtímabilið í kvótamálinu og hafa hundsað kosningaloforð og skýran vilja meirihluta þjóðarinnar.

Nýja kvótafrumvarpið með 20 ÁRA nýtingar rétti útgerðarinnar er eins og blaut tuska í andlit þjóðarinnar sem nýlega lýsti skýrum vilja sínum í Þjóðaratkvæðagreiðslunni. I stað þess að svara vilja þjóðarinnar varðandi auðlindaákvæðið í Nýju Stjórnarskránni og setja afnám kvótans í "bindandi" þjóðaratkvæðagreiðslu þá leggja þeir fram kvótafrumvarp þar sem færir útgerðinni kvótann til 20 ára sem er ekkert annað en gjöf og afsal á réttinum til fiskveiða á Islandsmiðum.

Mörður Arnason er einn fárra sem lætur strax til sín taka og lýsir sig andvígan þessari SVÍVIRÐU við íslenska þjóð. Við verðum að standa við bakið á Merði og öllum þeim sem leggjast gegn þessum glæpagjörning á þinginu.

Allir vissu að kvótapúkinn er haldinn óstjórnlegri valdagræðgi og nú sjáum við að klær hans inní stjórnskipun landsins ristir inní innsta hring Alþingis þar sem dindlar hans bíða eftir að reka þennan rýting í bak almennings og svipta okkur einu voninni til efnahagsbata til handa fólkinu í landinu.

Þjóðin verður að vera í viðbragðsstöðu að koma í veg fyrir að þetta frumvarp nái fram að ganga með öllum ráðum. Við verðum að berjast fyrir afnámi kvótans og ná valdasprotanum úr höndum LIU þar sem inni eru menn sem sést ekki fyrir fyrir græðgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband