1.12.2012 | 08:10
83% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni studdu auðlindaákvæðið í nýju stjórnarskránni okkar
Ef nýja kvótafrumvarpið brýtur ekki niður múra EINOKUNNAR í sjávarútvegi er það ónýtt plagg. Það fór hér fram þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem vilju mikils meirihluta kjósenda kom fram varðandi auðlindaákvæðið. Af þessari niðurstöðu eru þingmenn bundnir.
Verði farið í það að gefa útgerðunum kvótann til 15 eða 20 ára þýðir það eignarhald á sjávarauðlindinni. Þetta eiga þingmenn ekki að líða og þjóðin má aldrei láta slíkt fara í lög hvað sem það kostar. Fyrirkomulag fiskveiða er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar og skiptir okkur öll máli. EINOKUN í greininni kemur í veg fyrir að arðurinn renni um æðar þjóðfélagsins og skapi hagvöxt fólksins.
Ræða umdeilt kvótafrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.